Andvari - 01.01.1911, Side 126
120
Samband íslands og Danmerkur
tekið ákvæði um þau með því. Annars eru nokkur
lagaboð handa íslandi, þar sem ráðsins er getið og
að það liafi sett þau eða samþykt með konungi, t. d.
o. br. um vogrek 20. maí 1595, tilsk. um legorð stú-
denta 16. maí 1646, tilsk. 27. nóv. 1647 um konur,
sem bera út börn sin. Aftur er fjöldi tilskipana og
lagaboða, þar sem ekki er gelið tilhlutunar ráðsins.
Auðvitað lét konungur afgreiða íslen/k mál, þar á
meðal iagaboð, á stjórnarskrifstofum sínum, þeim er
önnur mál rikja hans voru afgreidd og undirbúin.
t*að sjTna bréfabækur Kansellísins frá 16. öldinni bezt.
Mörg íslenzk lagaboð voru og sett fyrir tilstuðl-
an islenzkra manna, og nokkrir dómareða samþyktir,
er dæmdir voru á íslandi, hlutu staðfestingu konungs.
Kunnastur allra slikra dóma er »Stóridómur« svo
nefndur, er dæmdur var á alþingi 1564. Segjast
dómsmenn þar hafa dæmt dóminn »í forsjá oij um-
bót vors náðugastu berra kongsins og Danmerkur rik-
isráðs, það að aftaka og viðauka, sem lians högmegt-
ug náð með ráðinnþœtti . . . bezt henta . . . «. Páll
Stígsson, sem þá var hér höfuðsmaður, þröngvaði
eða lagði mjög að mönnum til þess að dæma dóm
þenna.
Það var á síðara liluta 16. aldar algeng venja,
að íslendingar leituðu til Danmerkur, ef þeim þótti
framgangur áhugamála sinna hér seinn. Guðbrand-
ur biskup útvegaði t. d. á þenna hátt allmörg kon-
ungsbréf1). Aðferðin hlaut þá oft að vera sú, að
íslendingar fengi sér komið inn undir hjá einhverjum
þeirra, er ríkastir voru og næstir stóðu konungi. —
Slíkt var auðvitað óheppilegt, en beina þýðingu fyrir
1) Sjá VarnaiTÍt Guðbrands biskups í Safni til sögu íslands,
II. bindi, bls. 328—428.