Andvari - 01.01.1911, Side 127
siðan siðaskiftin.
121
réttarstöðu landsins gat það þó ekki liaft, hvað ein-
stakir menn leyfðu sér að gera i þessu efni, aðra en
þá, að það komst upp í vana að skoða ríkisráðið
millilið milli landsmanna og konungdómsins.
c. Að því er aðrar stjórnarathafnir en hrein
dómsmál eða löggjafarmál snertir, þá má þegar geta
þess, að ríkisráðið danska var með í öllum ráðstöf-
unutn, er gerðar voru til þess að koma á siðaskift-
únum, svo sem fyr er getið. Sendiför þeirra Axels
Juuls og Ivristofers Trondsens 1551 til íslands var t.
d. gerð eftir samkomulagi konungs og ráðsins1). ís-
lenzk mál voru, eins og áður er tekið fram, a/greidcl
á stjórnarskrifstofum konungs, og á þann hátt hlutu
embættismenn hans þar að fá meiri og meiri áhrif á
úrslit þeirra, án þess að þeir væri þó lögbærir iil
sliks. Bréfabækur Kansellísins sjma það, að íslenzk
mál gengu þar í gegnum, að minsta kosti að miklu
leyli. En ákvörðunarvald hafði þó konungur einn
danskra manna um þau mál. Einstakir menn is-
lenzkir, sem biðja þurftu konung einhvers, t. d. sóttu
um embætti, fóru oft til ráðgjafa hans, til þess að
fá þá til að flylja mál sitl við konung. Segir Jón
prófastur Halldórsson t. d. frá þvi, að Brynjólfur
biskup Sveinsson hafi, árið 1(539, afhent kanslara
kosningabréf sitt til hiskupsdóms, til þess að kansl-
ari llytti það fyrir konungi, og að biskup hafi tekið
við skipunarbréfi sínu lil embættisins af sama kansf-
ara2). Eftir siðaskiftin sendu prestar í Skálholtsbisk-
upsdæmi einnig bænarskrár um launaviðbætur fyrir
konung og hans ráð, eftir því, er Jóni prófasti segist
frá8), og Jón lögmaður Jónsson var valinn 1592 af
1) Sbr. t. d. MKet. I, 270, 283 o. fl. 2) Sögufélagsrit II,
238, 239. 3) Sama rit II, 175.