Andvari - 01.01.1911, Side 130
124
Samband íslands og Danmerkur
unar á einstökum höfnum, höfðu einir rétt til að
ver/.la þar, og var því hér um fulla einokun að ræða* 1).
Fékk konungur drjúgar tekjur af verzluninni, því að
bæði guldu kaupmenn þá upphæð, er um samdist,
fyrir sjálf verzlunarleyfin og þvi næst galzt tollur
(sekkjagjöldin) af vörum á íslandi, sem allur fór í
vasa konungs, og þar að auki af hverju verzlunar-
skipi ákveðin fjárhæð, er gjaldast skyldi áður en
landsmenn mætti kaupa við kaupmenn2). Sem dæmi
má nefna það, að árið 1573 áskildi konungur sér 18
þúsund ríkisdali fyrir einkaleyfi til verzlunar á Eyja-
firði, Skagafirði og Húsavík, og var þó brennisteins-
verzlunin ekki þar með talin3). Sjálfur rak konung-
ur og nokkra verzlun á íslandi á síðari hluta 16.
aldar4). Sérstaklega hafði hann brennisteins verzlun-
ina í sjálfs sín höndum, og taldist brennisteinninn
konungseign (regale). Þessi verzlun gaf talsvert miklar
tekjur af sér. Arið 157!) bauð konungur einkaleyfi
til þessarar verzlunar gegn 2000 ríkisdala árgjaldi,
því að hann þóltist ekki hafa haft nægilegan arð af
henni sjálfur5). Fyrri á öldum höfðu Noregskon-
ungar skipað að fiytja allan harðfisk, er af landinu
fluttist, til Björgynjar, og mátti hann ekki annarsstað-
ar selja en þar, hverir sem hann fluttu út6). En á
Kancelliets Erevböger 1571—1575, bls. 202, 1576—1579, bls. 15—
16, 151, 179, 246, 292—293, 325, 651, 791.
1) Sbr. t. d. sama rit 1571—1576, bls. 11—12, 102. 2) Sbr.
einkum bréf Kristjáns II. 22. febr. 1523 (DI. IX, Nr. 113) og
alþ.dóm 1. júlí 1545 §3 (Lovs. for Isl. I, 59), MKet. II, 207.
3) Kano. Brevböger, 1571—1575, bls. 326. 4) Sama rit, 1576—
1579, bls. 13, 1580—1583, bls. 254. 5) Sama rit, 1576—1579,
bls. 541. 6) Þetta er komið á á fyrra hluta 15. aldar,'því að
3425 er fullum fetum sagt, að þetta sé svo, sjá DI. IV, Xr. 381
fbls. 324—325).