Andvari - 01.01.1911, Page 132
126
Samband íslands og Danmerkur
vel hugsandi, að Englendingar hafi beinlinis ællað
sér að vinna landið undan konungi1). Ekki er þó
kunnugt, að konungsvaldið gerði þá nokkurn hlut til
þess að verja landið. Hinsvegar söt’nuðu Skagfirð-
ingar liði og börðust við Englendinga 1420, og unnu
sigur á þeim2 *). 1467 drápu Englendingar Björn ríka
Þorleifsson, er þá var hirðstjóri konungs. Á döguni
Stepháns biskups Jónssonar í Skálholti (um 1500)
héldu Síðumenn orustu við Englendinga í Vestmanna-
eyjum og virðast íslendingar hafa unnið sigur8). Á
dögum Ögmundar biskups Pálssonar börðust Eng-
lendingar við íslendinga í Grindavík4), og enn segir,
að Erlendur lögmaður þorvarðsson á Strönd í Sel-
vogi bafi barist við Englendinga á dögum Gizurar
biskups Einarssonar5). Á 16. öld ofanverðri og langt
fram á 17. öld kvað mjög mikið að óspektum og rán-
skap útlendra víkinga og sjóræningja hér við land.
Um ránið á Bæ á ltauðasandi er áður getið (í And-
vara 35. árg. Sjá þar um vopnadóm Magnúsar prúða).
Árið 1613 lágu spanskir víkingar hér við land og
gerðu ýmsar gleltingar8). 1614 ræntu Englendingar
í Vestmannaeyjum7). Eklti fékst konungur annað
eða meira um þetta cn það, að hann leyfði(!) með
bréfi sínu 30. apríl 1615 lénsmanni sínum á Islandi
og landsmönnum að laka spönsk skip og verjast
víkingum eftir mætti, svo sein þeir þyrfti konungs-
skipan eða Ieyfi lil þess að verja hendur sínar8).
Árið eftir, 1616, safnaði Ari Magnússon í Ögri, sonur
Magnúsar prúða, þess er Vopnadóm dæmdi, liði og
1) Sjá DI. IV, Nr. 381. 2) Sama staðar. 3) Safn I, 45,
sbr. 674. 4) Sama rit 1, 658. 5) Sama rit I, 84. 6) Annálar
Jijörns á Skarðsá, ár 1613. 7) Sama rit, ár 1614, Sögufélagsrit
lí, 205. 8) MKet. II, 261.