Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 133
siðan siðaskiftin.
127
háði orustu við Spánverja og vann sigur1). Þá kvað
mjög mikið að ránum og óspektum víkinga, enda
sendi Englakonungur herskip til landsins til verndar
enskum fiskiskipum hér við landið, og lóku herskip
Englakonungs 2 spönsk víkingaskip. Það ár sendi
Danakonungur loksins herskip lil varnar kaupmönn-
um og landinu. 1618 og 1620 kom og út skip Dana-
konungs i sömu erindum2). 1626 tóku ensk herskip
hér 5 víkingaskip8), og er svo að sjá sem Dönum
liaíi orðið miður ágengt um landvarnir hér en Eng-
lendingum, því að ekki getur Björn á Skarðsá, er
uppi var um þella leyti og hinn skilríkasti maður,
um það, að Danir hafi tekið hér skip sjóræningja.
Lengi síðan — að minsta kosti fram um 1670 —
létu Englendingar herskip fylgja fiskiskipum sínum
lil þess að vernda þau fyrir sjóræningum4).
Minnistæðast er rán Tyrkja á Islandi árið 1627,
í Grindavík, Vestmaunaeyjum og Suður-Múlasýslu.
Voru landsmenn þá vopnlausir orðnir, og þvi ófærir
til þess að veita nokkra mótspyrnu. I3að ár var að
vísu senl hingað bæði enskt og danskt herskip og
svo árið eflir6), en það var um seinan. Árin 1629,
1631 — það ár var mælt, að Tyrkir ælluðu enu að
herja á ísland — 1633, 1636, 1638 getur Björn á
Skarðsá þess, að dönsk varnarskip hali verið hér við
land6). Um lausn íslenzkra manna af þrældómi
Tyrkja var konungur í fyrirsvari fyrir landið, og
rilaði hann 1634 meðal annars Filippusi IV. Spáriar-
konungi um það mál7), og lét sér yíir höfuð ant um
t) Annálar Björns á Skarðsá, árið 1616. 2) Sama rit, árið
1618 og 1620. 3) Sama rit, árið 1626. 4) Söguf'élagsrit II, 294.
ö) Annálar Björns á Skarðsá, ár 1627 og 1628. 6) Sama rit, árin
1629, 1631, 1632, 1636, 1638. 7) Sögufélagsrit IV, 416.