Andvari - 01.01.1911, Side 134
128
Samband íslands og Danmerkur
það. Eftir Tyrkjaránið 1627 hefir konungur því
ætlað sér að gera gangskör að því að verja landið
og verzlunina, eftir því sem ráða má af herskipa-
sendingum lians til landsins. 1661 stingur Henrik
Bjelke höfuðsmaður upp á því, að íslendingar kaupi
sér »vegna ófriðartilstands« eitt skip til þess að vernda
landið fyrir Tyrkjum og öðrum ræningjum, og kost-
uðu það allar stéttir manna að tiltölu1). En lands-
menn þóttust ófærir til þessa fyrir sakir fátæktar
landsins, og féll það mál því niður, sein verr var.
Hefir Bjelke séð það, að vernd konungs var langsótt
og ónóg, en þó var konungur nú, eftir að einveldið
var á lcomið í Danmörku og Noregi, einráður um
skattaálögur þar, svo að ekki þurfti það, að kon-
ungur gæti ekki löglega upp á eindæmi sitt allað fjár
til landvarnar hér, í sjálfu sér að standa því í vegi,
að hann léti sjálfs sín skip haldast hér við landið á
sumrum til varnar landinu og kaupskipunum dönsku.
h. Um kröfur konungs til liernaðarfjárframlags
af Islandi á þessu tímabili er það að segja, að árið
1541 lét Krjstján III. Kristofer Hvítfeld beiðast gjalds
af landsmönnum eftir efnum og ástæðum, til þess að
létta undir með greiðslu kostnaðar þess, er konungur
hafði liaft af styrjöld þeirri, sem hann átti í, áður en
liann næði völdum að fullu og öllu. Gjald jietta
kölluðu íslendingar »landshjálp«, og mun það liafa
verið reitt að nokkru lejdi af landsmönnum2). Síðan
og til 1624 er þess ekki getið, að íslendingar væri
krafðir framlaga til hernaðar, en þá liafði Kristján
konungur IV. blandað sér í þrjátíuára-stríðið, liaft
1) Sama rit II, 268. 2) Sjá MKet, I, 232—234. Sbr. Ríkis-
réttindi íslands, ble. 56—57.