Andvari - 01.01.1911, Side 136
130
Samband íslands og Danmerkur
hendur á fest, sem Danir væri sjálfir eða fjárhlutir
þeirra. En þetta var, eins og jafnan í styrjöldum,
samkvæmt hnefaréttinum, enda héldu Danir því auð-
vitað hvergi fram, að réttur væri brotinn á Islandi
sérslalclega, þótt féndur þeirra herjuðu þar, þegar
Danakonungur átti í ófriði við þá. Og auðvitað tóku
Danir skip fjandmanna sinna á ófriðartímum í land-
helgi fslands, ef færi gafst.1 *) Auk þess er auðvitað,
að ófriður konungs (og Dana) við önnur ríki kom
að því leyti niður á íslendingum, að konungur bann-
aði þegnum þeirra verzlun á landinu.3 * *) En eftir
1602 skifti þetta litlu, með því að þá var, hvort sem
var, harðlega gengið eftir því, að engir aðrir færi þar
með kaupsýslu en þéir, er einkaréttindi höfðu til þess
fengið af konungi. Enn má geta þess, að á 17. öld
kemur það glögt fram, að þegar Danir og Danakon-
ungur sat hjá ófriði milli erlendra ríkja, þá varhinu
sama máli um ísland að gegna. Fyrir því býður
konungur íslendingum í hréfi sínu 2. febr. 1653 að
forðast öll mök við erlend skip, er til landsins kynni
að koma, einkum ensk og hollenzk, því að þá átlu
Englendingar og Hollendingar ófrið sainan. Var og
Islendingum, að viðlagðri dauðarefsingu, liannað að
leiðbeina slíkum skipum eða stýra þeim í hafnir á
íslandi.8) Svarar þetta til laga nútímans um bönn
gegn því, að ísland styrki ríki, er í ófriði eiga, og
þar .sem Danmörk er hlutlaus/) Yfirlýsing konungs
um hlutleysi ríkja hans í ófriði erlendra rikja sín á
1) Sbr. t. d. Kanc. Brevböger, 1576—1579, bls. 164. 2) Sama
st. 3) MKet. III, 52. 4) Sbr. t. d. 1. nr. 21, 13. sept. 1901, um
bann gegn útflutningi vopna til Kina, og 1. nr. 16, 20. okt. 1905,
um hegningu fyrir tilverknað, er stofnar hlutleysisstöðu ríkisins
í hættu.