Andvari - 01.01.1911, Síða 137
siöan siðaskiftin.
131
milli gilli fyrir öll lönd lians og ríki þá, eins og nú,
en hverju ríki þurfti sérstaklega að setja þær reglur,
sem við áttu, svo að þegnarnir fengi vitneskju um,
livað þeir mætti gera og hvað þeir skyldi láta ógerl.
Þótt styrjöld Danmerkur eða hlutleysi Danmerkur
snerti ísland á þann hátt, sem talið hefir verið, þá
leiðir það heinlínis af því, að bæði Danir og Islend-
ingar voru þegnar sama konungs, en styrjöld við
liann varð til óhagræðis öllum þegnum hans, sem
til varð náð, hvar sem þeir voru, og ekkert ákveðið
um varnar-eða sóknarsamband milli Islands og Dan-
merkur eða Noregs.
B. Tímabilið 1662—1871.
I. 17. öldin ervafalaust að öllu samtöldu svarl-
asta og sorglegasta tímabilið í sögu íslands. Ber
margt til þess. Fyrst og fremsl ber að nefna einok-
unarverzlunina dönsku. Þegar einveldið komst hér
á (1662), þá liafði hún staðið nákvæmlega 60 ár.
Þegar et'tir að hún hafði staðið 2 ár, neyddust lands-
menn til að kæra framferði kaupmanna fyrir konungi,
en kærur þeirra gögnuðu litið. Við enga máttu lands-
menn nú kaupa, nema þá, er leyfi höfðu fengið til
verzlunar liér lijá konungi, jaínvel þótt kaupmenn
þessir llytti bæði ónæga og svikna vöru. Menn
máttu því eigi stunda atvinnu sína vegna skorts á
lækjum, er þar til heyrðu. Sjómennirnir fengu t. d.
ekki sótl björg úr sjónum fyrir sakir færa- og öngla-
skorls. Ilarðæri og hallæri dundu yfir landið þegar
á fyrstu árum 17. aldarinnar, svo að fólk og pening-
ur féll unnvörpum úr lior og hungri. Fjöldi búenda
llosnaði upp frá býlum sínum og gekk á vonarvöl.
*9