Andvari - 01.01.1911, Page 138
132
Samband íslands og Danmerkur
Aðrir gerðust illvirkjar og útiieguþjófar, stálu og
ræntu fé manna o. s. frv.
Jafnframt því sem efnaliagur landsmanna fór í
kaldakol, linignaði siðferði og menningu. Þrátt íyrir
hinar grimmu refsingar, sem t. d. voru lagðar við
lauslæti og frændsemis- og sifjaspellum í »Stóradómi«
voru slík brot feyki líð á 17. öld. Hjátrú og hindur-
vitni hafa aldrei gagntekið jafnmikið hugi manna hér
á Iandi, sem á þeirri öld. Þá þótlust menn jafnan
sjá hina og aðra fyrirburði og forynjur, á himni og
jörðu, og voru þessar sjónir jafnan fyrir stórtíðind-
úm. Þá var og tekið að brenna galdramenn, og stóð
sú brennuöld yfir um 50 ár, og létu milli 20 og 30
menn lííið á þann hátt. Trúarofstæki og bókstafs-
þrælkun keyrði úr hóíi fram, og héldu menn alment,
að harðærið í landinu og all það andstreymi, sem
landslj^ður átti við að búa, væri sent af guði almátt-
ugurn til þess að refsa mannfólldnu fyrir syndir þess.
Að vísu voru nokkrir sprenglærðir menn, eftir þeirra
tíma sið, liér á landi á 17. öld, en allur almenningur
var í jafnmikilli andlegri sem efnalegri niðurlægingu
staddur.
Þegar þessa ástands er gætt, þá er engin furða,
þótt mótslöðuall landsmanna gegn ásælni og yfir-
gangi konunga og erlends valds veiktist frá því, sem
verið hafði. Einveldinu hér á landinu var því ruddur
vegurinn svo vel, sem verða mátti. En hér var þó
ólíkt ástatt að öðru leyti því, sem. annars staðar.
Siðaskiftin voru annars staðar rolliögg á kirkju- og
klerkavaldið, en lyftistöng undir aðalsvaldið. Ein-
veldið lamaði þetta síðastnefnda veldi í Danmörku,
en liorgarastéttin hófst með því. Hér var hvorugu
þessu til að dreifa. Hér var ekkert aðalsveldi til