Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 139
síðan siðaskiftin.
133
fyrir 1662, og þvi engin aðalsmannakúgun. Einveldið
átti því hér ekki það hlutverk að vinna, að buga
aðalsvaldið, eins og í Danmörku. Hér reis og engin
borgarastétt upp og engin iðnaður eða kaupstaðir i
skjóli einveldisins. Par sem því engin sál á landinu
gat haft not af einveldinu hér, þá er það svo sögu-
lega liigangslaust sem mest má vera. Aðeins kon-
ungur einn, má segja, Iiefir not af þvi, að því leyti
sem hann fær enn óbundnari hendur um alla stjórn
landsins en áður liafði verið. I íslenzku þjóðinni
eða einstökum stéttum — en hér var í raun réttri
aðeins ein stétt manna, bændur — er engin þörfeða
löngun til einveldisins, því að engin bætti kjör sin
með því. Landið flýtur með út í einveldismyrkrið,
aðeins af því að tíðarandinn blés annars staðar í þá
ált og af því, að það var konungs vilji, en lands-
menn skorti föng á að reisa rönd við framgangi
þess vilja.
II. 1. 10. jan. 1661 komst einveldið á i Dan-
mörku, eins og kunnugt er. Naut konungur til þess
aðstoðar borgarastéttarinnar. Höfðu aðalsmenn gengið
slælega fram í síðasta ófriði Svía og Dana, og þóttu
þeir ómaklegir allra þeirra einkaréttinda og valda,
sem þeir höfðu þá í Danmörku. Hingað til hafði
Danmörk verið kjörríki að nafninu til, en árið 1660
varð hún erfðaríki niðja Friðriks konungs III. Jafn-
framt var konungi falið að semja stjórnarlög á grund-
velli þeim, sem þá var lagður, en þau stjórnarlög
voru konungalögin 14. nóv. 1665, sem tryggja kon-
ungi einveldi í öllum greinum, svo sem mest má
verða. Er þó álit manna, að slíkt vald til þess að
svifta alla aðra hluttöku í stjórn ríkisins hafi ekki