Andvari - 01.01.1911, Side 140
134
Samband íslands og Danmerkur
falist í hyllingarskjalinu 14. jan, 1661.í Noregi
var einveldinu játað 7. ág. 1661, en þar frá leið 1
ár, þar til það komst á á íslandi, og bendir þetta í þá
átt, að konungur hafi talið ísland sjálfstætt land og
óháð Noregi, því að að öðrum kosti hefði hann eflaust
lalið sér heimill að breyta stjórnarskipun landsins þá
þegar í samræmi við einveldisfyrirkomulagið í Nor-
egi, án þess að Islendingar afsöluðu honum öllum
ríkisráðum, eins og þeir gerðu 1662. Það tjóar ekki
að vitna til þess hér á móti, að erfðahylling fór fram
í Færeyjum. Þess þurfti í raun réttri ekki, af því að
þar hafði konungur eflaust sama vald sem í Noregi,
en þar gat konungur ráðið og ríkt sem hann vildi,
eftir að ríkisráðið norska var lagt niður 1537. Ein-
veldis- og erfðahyllingin í Noregi og Færeyjum var
því að eins formlegt samþykki þess, er gerst hafði í
Danmörku, en ekkert réttindaafsal í liendur konungs,
því að það var hann búinn að fá löngu áður, og
Noregur hafði um margar aldir verið erfðaríki, og
eigi kjörið konunga síðan ríkisi’áðið þar hvarf úr
sögunni. íslendingar höfðu þar á móti löggjafai’vald
sjálfir, kusu lögmenn sína og áttu þar með hluttöku
i dómsvaldinu. Hér var því einvaldsskuldbindingin
meira en formið eitt, því að með henni afsöluðu
landsmenn sér þessum i-éltindum meðal annars.
2. í bréfi sínu til íslendinga, dags. 24. mar/
16621 2), bauð Friðrik konungur III. biskupum báðum
og lögmönnum, öllum sýslumönnum, 12 prestum og
pi-óföstum úr Skálholtsbiskupsdæmi, 6 prestum og
próföstum úr Hólabiskupsdæmi og 2 lögréttumönnum
1) Sbr. Matzen, Retshistorie, ofl'entlig Ret I, § 15. 2) MKet.
III, 85.