Andvari - 01.01.1911, Side 141
síðan siðaskiftin.
135
og 2 bændum úr hverri sýslu, að sækja næsta al-
þingi til þess að vinna konungi erfðahyllingareið og
lieyra vilja konungs um enn fleiri málefni. Var og
jafnframt skýrt frá því, að samskonar hátíðleg erfða-
hylling hefði fram farið af Danmerkur og Noregs
»stéttum«, og að konungur vildi einnig láta hana
fram fara á »voru landi íslandi«. Þegar til álti að
taka, var Henrik Bjelke liöfuðsmaður, sem eiðana
átti að taka, eigi kominn út til landsins, svo að ekk-
ert varð af eiðatöku þá á alþingi 16(52. Landsmenn
sendu höfuðsmanni bréf og afsökuðu það, að nú
hefði þeir eigi mátt eiðana vinna. Skírskota þeir til
Konungserfða i lögbók sinni, og ávísi þær, hver Nor-
egskonungur skuli vera eftir konungs fráfall1). Teljast
þeir bundnir við þau ákvæði, og gefa því í skyn, að
óþarft sé að fara nú að taka af þeim arfhyllingar-
eiða, enda höfðu þeir hylt Friðrik konung III. 1649,
svo sem áður greinir. Höfuðsmaður lét sér þetta
ekki nægja, og stefndi mönnum eftir þing til Bessa-
staða til þess að vinna eiðana, og gegndu rnenn því
boði. 28. júli 1662 setti Arni lögmaður Oddsson þing
í Kópavogi. Bar höfuðsmaður þá upp erindi kon-
ungs og hað landsmenn að sverja konungi erfðahyll-
ingareiða — og var það skjótt uppi látið, og selja
konungi alla stjórn landsins í hendur — og voru
menn ófúsari til þess. Eftir þessu krefst konungur,
að sér sé fengið einveldi um löggjöf, dómsvald og
1) Ríkisréttindi íslands, bls. 115—116. Tilvitnun þessa,
meðal annars, hafa sumir viljað telja sönnun fyrir upphafleik
Konungserfða í Jónsbók, en hún sannar þó ekki annað eða
meira en það, sem alkunnugt er, að Konungserfðir hafa snemma
verið ritaðar í Jónsbókarhandritin, til fyllingar og leiðbeiningar,
og að menn liafa á þann liátt lengi talið þær gildandi lög hér
á landi.