Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 142
136
Samband íslands og Danmerkur
stjórnarframkvæmdir allar. Dómsvald og framkvæmd-
arvald hafði hann að visu haft, en eigi löggjafarvald
að fullu, því að eftir Gamla sáttmála áttu íslending-
ar að ná íslenzkum lögum. Hann gat því ekki sett
lög um breytingar á landsstjórninni, nema með sam-
þykki alþingis. Það er því aðallega löggjafarvaldið,
sem konungur fær einn með einveldisskuldbinding-
unni, en þar með getur liann einn, og hvort sem
Iandsmönnum líkar betur eða verr, ákveðið alt um
stjórnarfar og lög í landinu.
Það er nú sannað, að beztu menn landsins, eink-
um þeir Árni lögmaður Oddsson og Brynjólfur bisk-
up Sveinsson, voru mjög ófúsir tii þess að undirrita
skuldbindingu í framangreinda átt. Þæfðust þeir
fyrir liöfuðsmanni lengi dags, en hann hafði vopnaða
hermenn við liöndina og benti á þá, þegar lands-
menn skoruðust undan að skrifa undir einveldis-
skuldbindinguna. Er þetta haft eftir skilríkum manni,
er sjálfur var þar viðstaddur og einn þeirra, er eið-
ana unnu. En svo fóru leikar, að landsmenn létu
undan, hvort sem það nú hefir verið sakir hótana
höíuðsmanns, berum orðum eða með bendingum,
um að beita valdi við þá, eða fyrir þá sök, að höf-
uðsmaður haíi heitið því, að engar meginbreytingar
skyldi gerðar á stjórnarfari landsins, þrátt fyrir ein-
veldisskuldbindinguna. Það hefir því þótt vafamál,
hvort einvaldsskuldbindingin hafi samþykt verið á
löglegan hátt eða að eins fyrir nauðung eða á röng-
um grundvelli1). En hvernig sem því er varið, þá
skiftir það ekki miklu máli um réttarstöðu landsins
gagnvart Danmörku að lögum, heldur einungis um
1) Sbr. Jón Sigurðsson, Islands statsretlige Forhold, bls. 56.