Andvari - 01.01.1911, Síða 143
síðan siðaskiftin.
137
afstöðu þess gagnvart konungi, sem nánar mun verða
sýnt. Er einvaldsskuldbinding íslendinga eigi alveg
samhljóða hinni norsku. Efni islenzku einvalds-
skuldbindingarinnar, sem konungur auðvilað lét semja,
sýnir og glögl, að ísland er eigi með »Noregs ríki«
talið. Par stendur i upphafi, að allar »sléttir« Nor-
egsríkis haíi, auk erfðahyllingarinnar, veitl konungi
með sérstakri athöfn einveldi yfir Noregi, og á sama
liátt segjast »hans þénarar, innbyggjarar og undir-
sátar á íslandi« lýsa yfir því, að þeir selji konungi í
hendur þau réttindi, sem um getur í skjalinu.
Aðalefni einvaldsskuldbindingarinnar 28. júlí 1Í562
er þetta:
a. Islendingar uiðurkenna, bœði fgrir s/álfa sig
og niðja sína, er/ðarétt konungs og niðja hans í
karllegg og kuenlegg, til konungdóms á lslandi og egj-
um umhuerfis landið, eins og það er orðað í skjalinu,
og' að konungur skuli sjálfur ákveða ríkiserfðaregl-
urnar og um ríkisstjórn eftir lát eða i forfötlum kon-
ungs. Á þenna liátl höfðu Islendingar samþykt ný
konungserfða-ákuœði. Þetta skifti þó engu máli í
framkvæmdinni, því að lslendingar höl'ðu talið sér
skylt að lúta réttum Noregskonungi, og ákvæði Gamla
sáttmála um hollustu íslendinga við Hákon konung
og arfa hans var óefað skilið á þann veg, og einnig
hlítlu íslendingar áður ákvæðum Norðmanna um
forustu Noregs í forföllum konunga eða þegar kon-
ungslaust var. Að cins er skýrar ákveðið uin þetla
el'ni, að því leyti sem í einvaldsskuldbindingunni
segir, að konungur megi eftirleiðis með einrœði sínu
ákveða um konungserfðirnar. Aðalbreytingin er sú,
að skilorð Gamla sáttmála um uppsögn hollustu við
konung, ef hann rauf skuldbindingar sinar við lands-