Andvari - 01.01.1911, Síða 144
138
Samband íslands og Danmerkur
menn, féll nú alveg brott, enda var það ósamrím-
anlegt því einveldi, sem þeir gengust undir í Kópa-
vogi, þar sem konungi var falið að skera og skapa
ótakmarkað um stjórn landsins að öllu leyti.
b. Islendingar ajsala sér öllum þeim réttindum, sem
þeir eiga samkvœmt þeirra fgrri vjríheitnmu og landslög-
um, og brjóta bág víð fullkomin ríkisráð konungs eða
megi réttilega skiljast svo sem ósamrímanleg réttri ein-
valdsstjórn hans. Með þessu er eflaust eiukum átt við
það vald, sem alþingi hafði í löggjafarmálum og lög-
mannskosningum. Löggjafarvaldið var fyrir mörgum
öldum alveg horfið úr höndum lögþinganna norsku,
þegar hér var komið sögunni, en á Islandi hafðí það
haldist til þessa. Islendingar áttu því miklu meiri
réttindi til þess að afsala í hendur konungs en
Norðmenn. í dómaskipun landsins var þar á móti
ekkert, að fráskildum lögmannskosningum, er ósam-
rímanlegt væri einveldinu, því að konungur hafði
áður æðsta dómsvald, skipaði sýslumenn, en þeir
nefndu aftur nefndarmenn til alþingis, er sátu dóma
í lögréttu, og konungur skipaði höfuðsmann, en hann
hann nefndi aftur dómendur í yflrdóminn.
c. Loks fela þeir, fgrir sig og sína niðja, kon-
ungi og eftirmönnnm hans að kveða á um stjórn i
landinu að öllu legti* 1). Þetta er að eins nákvæmari
ákvörðun 2. skuldbindingaliðsins, þar sem landsmenn
afsöluðu sér fornum réttindum sínurn, en lrelztu rétt-
indi þeirra voru einmitt löggjafarvaldið, þar á meðal
vald til að leggja skatta og skyldur á landsmenn,
1) Erfðahyllingin og einveldieskuldbindingin ‘J8. júlí 1662
er nú síðast gefin út í Ríkisréttindum íslands, Rvík 1908, bls,
142—150, bæði á frummálinu, dönsku, og í gamalli íslenzkri
þýðingu. Sjá og MKet. III, 88—90 og Lovsamling for Island
I, 273 o. s. frv.