Andvari - 01.01.1911, Page 145
síðan siðaskiftin.
139
er alþingi hafði mjög oft gert, bæði fyrri og síðar,
eftir að landið gekk konungi á hönd og fram til ein-
veldisins. Samkvæmt þessu fékk konungur nú og
einræðisvald til þess að breyta stjórnarskipun og lög-
um landsins með nýjum lagaákvæðum, þar á meðal
vald til að nema skatta og skyldur af landsmönnum
og leggja á nýja. Þetta síðasla gat auðvitað í reynd-
inni orðið eitt hið hættulegasta vopn í liöndum kon-
ungs, eins og raun bar á á 1S. öld, því að þá lagði
konungur ýmsa njrja skatta á landið, svo sem »extra-
skatttd), »prócentoskatt«2) skatl til heimanfylgjukon-
ungsdætra3) o. s. frv. Auk þessa átti þá og að svifta
embættismenn því skattfrelsi, er þeir höfðu áður haft,
en þeirri fyrirætlan varð þó ekki franigengt1).
Samkvæmt því, er nú heíir verið sagt, varð kon-
ungur œðsti dómandi, œðsti forstjóri allra stjórnfram-
kuœmda og einn löggja/i landsins. í honum samein-
uðust allar greinar ríkisvaldsins, og frá honum, beint
eða óbeint, komu allar stjórnarskipanir og allar stjórn-
arathafnir, hverju nafni sem nefndust, alt þar til
hann liafði afsalað þessum völdum öðrum í hendur
á löglegan hátt.
í einvaldsskuldbindingu sinni tóku íslendingar
það fram, að ekkert það vissu þeir vera í sínum
fornu »fríheitum« eða landslögum, er, rélt skilið, bryti
bág við þau réttindi og ríkisráð, sem þeir höfðu þá
(1662) afsalað í hendur konungi, því að þau haldi
Islendinga með fullkominni hlýðni og liollustu undir
Noregskonung og krónu eftir erfðabálki Jónsbókar6).
1) lvgsúrsk. 12. júlí 1765 o. fl. 2) Tilsk. 14. maí 1768 og
12. júní 1770, sbr. kgsúrsk. 20. marz 1775. 3) Kgsúrsk. 28. júní
1752 og 26. apr. 1756 o. fl. 4) Sbr. kgsúrsk. 7. marz 1774. 5)
Klkisréttindi íslands, bls. 155—156.