Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 147
síðan siðaskiftin.
141
skuldbindinguna 28. júlí 1662 sendu þeir í bréfsformi
bænarskrár lil konungs, leikmenn eina og klerkastéttin
aðra. Leikmenn segjast þar vænta þess, að konung-
ur vilji þá »við vor gömul venjuleg og velfengin lands-
lög, frið og frelsi halda með þeim rétti, sem loflegir
undanfarnir Danmerkur og Noregs knnungar..............
liafa oss náðugast gefið og veitt, og vér og vorir for-
feður undir svarist, og það í svo mikln, sem eigi er a
móti jure majestatis, hvað vœr vitum með góðri sam-
visku ekkert finnast í vorum landslögum .... «T). —
Klerkar biðja meðai annars um, að þeir megi »njóta
allra góðra kirkju — og landslaga............ sem verið
liaja frá alda öðli, og þar á móti vera undanþegnir
öllum nýjum álögum............undir allar þœr greinir,
sem eigi hrjóta bág við hans hátignar konunglega rétt.
Að því leyti, sem forn landslög eða kirkju samrímist
einvaldssliuldbindingunni, óska íslendingar að halda
þeim, en ef eilthvað væri í þeim ósamrímanlegt rétti
konungs, þá vilja þeir ekki fara fram á, að það standi
óbreytt. í raun réttri staðfesta þeir með þessu ein-
veldisskuldbindinguna. Aðeins biðja þeir konung um
]>að, að breyta ekki löggjöfinni, að því leyti sem hún
fái samrímst réttindum konungs, samkvæmt skuld-
bindingunni, en það gat hún, nema að því er löggjaf-
arvald alþingis snertir (og lögmannskjör).
III. 1. Þegar gera skal grein fyrir stjórnarfari
íslands á einveldistímabilinu, þá ber fyrst og fremst
að athuga það, hvort og að Iwe miklu legti konungur
hafi getað að lögum falið öðrum án samþgkkis lands-
manna þau völd, sem hann fékk gfir landinu með
1) Rikisréttindi íslands, bls. 155—156. 2) Sama rit, bls.
157-159.