Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 149
síðan siðaskiftin.
143
stjórn í forföllum konungs eða þegar konungaskifti
verða. Samkvæmt þessum ákvæðum skyldi konungs-
ekkja, ásamt 7 ráðgjöfum, stýra ríkjum, þegar kon-
ungur gat það ekki sjálfur, en ef konungsekkju misti
við, þá kom hinn nánasli konungsfrændi í hennar
stað. —
Þótt konungur mætti skipa fyrir um framan-
greind mál, þá hvíldi það band á honum, að eigi
málti hann skijta rikjnm sínum eða löndum meðal
konungsættarinnar —- og því síður annara — né að-
skilja þau. Þetta stendur í einveldisskuldltindingunni
norsku og dönsku, og að því er snertir einveldis-
skuldbindingu íslendinga, þá er þetta ákvæði óbein-
línis í hana tekið, og var konungur því gagnvart Is-
landi skuldbundinn til ]>ess, að afhenda það ekki úr
ætt sinni, þeirri er til ríkiserfða var borin, eða að
skilja það frá hinum ríkjum sinum lil forræðis ælt-
mennum sínum eða öðrum. Gagnvart Noregi og
Danmörku batl konungur sig bæði samkvæmt ein-
valdsskuldbindingunum og konungalögunum, § 19, til
hins sama, að því er til allra ríkja hans og landa
kom. Annars giltu konungalögin ekki á Islandi, enda
var hvorki opið bréf 4. sept. 1709, er bauð að birta
þau í Danmörku, né konungalögin sjálf, birt hér á
landi. Þeirra þurfti heldur ekki á íslandi, því að
einvaldsskuldbindingin var nógu skýr og ljós, og ein-
veldi konungs fulltrygt með henni.
En þólt nú konung skyrti rikisréltarheimild til
þess að aðgreina eða láta af hendi einstök ríki sín
eða lönd, þá var ekki þar með fyrirbygt, að hann
yrði neyddur til þess samkvæmt alþjóðarétti fherrétti).
»Nauðsyn brýtur lög«, og gildir sú setning einkum
og sér í lagi, þegar svo stendur á, að konungar eða