Andvari - 01.01.1911, Page 151
síðan siðaskif'tin.
145
segja um dómsvald hæstaréttar. Konungur drýgði
ekki lögbrot gagnvart íslandi, þótt hann fæli þessum
dómstóli afturtæka heimild til þess að leggja æðsla
dóm á íslenzk dómsmál. En á meðan konungur
hafði fult einveldi í Danmörku, og því eigi veitt
neinum aðilja sjálfstæðan rétl til að lialda þeim mál-
um, sem konungur hafði einu sinni falið honum lil
afgreiðslu eða úrskurðar, þá verður eigi sagt, að hann
liafi ráðslafað heimildarlaust málefnum Islands í
hendur manna, sem að visu fóru líka með sainskon-
ar mál fyrir konung af Dana hendi og Norðmanna.
Annað mál var það, að slíkar ráðstafanir konungs
gátu reynst Islandi miðlungi heppilegar, eins og oft
kom líka í ljós með reynslunni. Enn má geta þess,
að það var frá ofangreindu sjónarmiði ekki ólög-
legt, þótt konungur íæli stjórnarráðum sínum undir-
búning og afgreiðslu íslenzkra mála, einnig eftir að
hann liafði slept einveldi sínu í Danmörku, sbr. kgs-
úrsk. 8. og 9. des. 1848, af því að liann gat að
lögum enn þá lekið þau störf aftur af hinum sömu
skrifstofum og stjónarráðum.
Ef konungur liefði þar á móti skuldbundið sig
lil þess alment, að veita öðrum stjórnarvöldum en
íslenzkum óa/turtœkan rétl lil þess að ráða einum
eða. með konungi íslenzkum málum eða einhverri
grein þeirra án lögmæts samþykkis íslendinga, þá
hefði slík ráðstöfun farið út fyrir einvaldsskuldbind-
inguna, því að engin skvnsamleg ástæða getur mælt
með slíku. Einveldið var að eins selt í hendur kon-
ungi. I'að var réttur, bnndinn við persónu konungsins
og löglega eftirmenn lians á konungsstóli í Danmörku.
Að öðrum kosti hefði hann getað afsalað sér valdi
sínu yfir landinu með hverri ríkisréttarráðstöfun, sem
10
AnUvarl XXXVI.