Andvari - 01.01.1911, Síða 152
146
Samband íslands og Danmerkur
hann vildi og í hendur hvers, sem hann vildi. En
sú var alls eigi tilætlunin með einvaldsskuldbinding-
unni, eins og áður er tekið fram, því að einveldið
gekk að eins til ríkiserfingja Friðriks III. Um leið
og þeir skiluðu af sér einveldinu í Danmörku, var
þeim óheimilt án samþijkltis Islendinga að veita t. d.
rikisþingi Dana óafturtækan rétt til þess að fara með
völd konungs á íslandi. Petta vald gat konnngur að
eins jengið islenzlcu þjóðinni sjálfri á sama hátt, sem
hann fekk dönsku þjóðinni samskonar vatd með grund-
vallarlögum 5. júni Í8A9, eða öðrum, með samþykki
hennar. Þelta gerði konungur þó ineð stöðul. 2. jan.
1871 á j’msan hátt, en út í það mál verður nánar
farið í næsta kafla í sambandi við stöðulögin og
stjórnarskrána..
Af öllu því, er nú var sagl, breytti einveldið
stöðu íslands gagnvart Danmörku að engu lögum
samkvæmt, nema að því leyti sem konungs- og ríkis-
erfðatengslin urðu fastari en áður var, samkvæmt
Gamla sáttmála. En þó að böndin meðal landanna,
íslands og Danmerkur, væri ekki önnur eða fleiri en
Jiessi lögum samkvœmt, Jiá er samt sem áður rétt,
að revna að gera stutta grein fyrir þvi, hvernig sam-
bandið var i framkvœmdinni, og hvernig á Jiað var
litið af samtíðarmönnum. Skal nú hér eftir greint
frá því allra helzta, er liér þykir skifta máli.
IV. 1. I3ótt það skifti fremur formi en efní,
hvernig landið er nefnt í opinberum skjölum frá
stjórnarinnar hendi eða opinberra stofnana, þá virð-
ist samt rélt, að líta sluttlega á Jietta atriði. í kon-
ungsbréfum lil íslands er landið enn þá langoflast
nefnt nVort land Istanda, eins og bæði áður og síðan.
Er þella nafn svo alþekt og þýðingarlítið, að eigi