Andvari - 01.01.1911, Page 155
siðan siðaskiftin.
149
við liann að sælda. Sama er t. d. að segja um
samninga Danakonungs við Tripolis 22. jan. 1752
§§ 6, 12—181), við Marokko 1753 §§ 2, 5, 7, 8, 10,2)
Tyrkland 14. okt. 1756 §§ 1, 2 o. 11.*), við Sardiníu
30. jan. 1785 §§ 2, 3, 6, 7J) o. il., Kielarfriðinn 14.
jan. 1814 § 4,B) þar sem ísland -— ásamt Færevjum
og Grænlandi—er talið tilheyrandi Noregi. í samn-
ingunum um konungserfðir Dana 1850 eru öll lönd
Danakonungs ótvírætt talin undir »Monarchie Danoisea
(o: Danaveldi)* 4 * 6). í samningi milli Dana og Englend-
inga 26. apríl 1826 § 67) er Island, ásamt Færeyjum
og Grænlandi, nefnt meðal »//ie northern possessionsa
Dana konungs, er samningurinn nái eigi til. Er það
í þessum og einstökum öðrum samningum berum orð-
um tekið fram, ef eigi er ætlast til, að ákvæði samn-
ingsins gildi um öll lönd konungs og ríki og til hag-
ræðis öllum þegnum lians, enda þólt þeir sé jafnan
nefndir »Danske Undersaatteru, vsujets Danoiss)«,
vDanske Skibee »Danske Havne« og tilsvarandi orð
á tungum þeim, er samningarnir eru skráðir á. —
Gagnvart öðrum ríkjum og í öllum þjóðréttarráðstöf-
unum lála Danir svo líta út, sem ísland væri hluti
danska ríkisins. þetta hafði þær verkanir, að um-
heimurinn hafði þá skoðun eða trúði því, að svo væri.
Afleiðing þess var — og er enn — bæði það, að ís-
land hefir aldrei haft aðra lil þess að gegna málum
sínum við önnur ríki en Dani, og að önnur ríki hafa
jafnan snúið sér til Dana um öll þau mál, er milli
þeirra og íslands hafa farið. Meðan konungur var
1) Sama rit I, 22. 2) Sama rit I, 29. 3) Sama rit I, 85.
4) Sama rit I, 413. 5) Sama rit II,' 56. 6) Sama rit II,1 217,
281. Sbr. og II,- 65, 266. 7) Sama rit II,2 37. 8) Sjá t. d.
sama rit II,2 32, 54, 57, 65, 71, 127, 266, III, 469, 476 o. m. fl.