Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 157
síðan siðaskiítin.
151
á ábyrgð danskra ráðherra gagnvart Danmörku, sbr.
að framan undir 1, hafa jafnan verið taldir gild-
andi á íslandi, nema sérstaklega væri kveðið öðru
vísi á, t. d. samningur Dana og Englendinga 26. apríl
1826 ,§ 61). Þessi skoðun keinur meðal annars skýrt
og ótvírælt fram í bréfi dómsmálastjórnarinnar 9.
júní 18652). Þar segir svo: » . . . að eins og samn-
ingar þeir og sáttmálar, sem á þessu tímabili (.):1853—
1854) eru gerðir við útlend ríki, eru gildandi á Is-
landi án þess, að það þurfi að lögleiða þá sérstaklega . ..«
Eftir skoðun stjórnar Dana þurfti því engan sérstak-
an konungsúrskurð til þess, að þeir fengi gildi á ís-
landi, eins og um lög þurfti alment, jafnvel eftir áliti
Danastjórnar. Þar með er þó ekki sagt, að samn-
ingar þessir gæti fengið ríkisréttargildi — ekki einu
sinni eflir skoðun Dana — á íslandi, því að til þess,
að landsmenn væri skyldir að hlýða slíkum samn-
ingum, þá þurfti að þgða þá á islenzku og birta þá
þar. Þetta var ofl gert, en eigi alt af. T. d. voru
samningar Danmerkur við útlend ríki um afnám
hins svonefnda »afdragsréttar« (þ. e. gjald afútíluttu
eríðafé úr landinu) mjög oft birtir hér á alþingi, t. d.
1792 og oftar, samningur inilli Danmerkur og Bad-
en 17938) o. in. 11.
Samningar við önnur ríki, svo og mörg lög frá
þessu tímabili, ákveða um sendiherra og konsúla
Dana, og að þeir eigi að leiðbeina öllum þegnum
konungsins, t. d. samningar þeir margir, sem nefndir
eru í 1. sbr. og t. d. tilskipun um skrásetning skipa,
25. júní 1869 § 12, 13, 15 o. 11. Einnig þótti öðr-
1) Danske Traktater II3, B7. L') Tíðindi um stjórnmálefni
íslands 1, 102. 3) Alþb. 1793, Nr. 24.