Andvari - 01.01.1911, Side 158
152
Samband íslands og Danmerkur
um ríkjum óheimilt að selja hér verzlunarfulltrúa
(konsúla) án leyfis konungs1) og eftir 1849 jafnframt
á ábyrgð danska utanríkisráðherrans. Meðan ein-
veldið stóð um öll lönd konungs, var þetta eðlilegt,
að konungsleyíi þyrfti, en konungur átti og að gela
leyft þetta að því er ísland snerti eftir 1849.
3. Þar sem umheimurinn skoðaði ísland lilula
Danaríkis og íslendinga Danska þegna, þá er auð-
vitað, að hermál Dana hlutu í reyndinni að vera
sameiginleg. Þegar Danir áttu í ófriði við önnur ríki,
þá var ísland einnig hluttaki þess ófriðar bæði eftir
skoðun Dana og eftir skoóun annara ríkja. fslenzk
kaupskip — ef nokkur hefðu verið — og íslenzkir
þegnar konungs guldu ófriðarins jafnl dönskum skip-
um og dönskum þegnum. Kunnugt er það t. d., að
Englendingar tóku kaupför, er milli landanna sigldu
árin 1807 —1808 og þar á íslenzka þegna. Hinsveg-
ar nutu íslendingar góðs af, ef Danir sátu hjá. T. d.
er ekki efi á því, að þeir hefði getað fært sér í nyt
samninga Dana um hlutleysi ásamt Rússum (det
væbnede Neutralitet) 9. júli 1780 og 16. des. 1800, ef
þeir hefði þá átt kaupskip í förum. Og siðan þeir
fóru að eiga þau, þá hafa skip þeirra notið samskon-
ar verndar sem skip annara þegna konungs af samn-
ingum eða yfirlj'singum Danakonungs um hlutleysi
hans i annara ríkja ófriði, en jafnframt háð þeim
skyldum, er af hlutleysinu leiða, t. d. að liðsinna
ekki þeim ríkjum, er i ófriði eiga, með vopn eða
liertýgi o. s. frv., sbr. t. d. 1. nr. 21, 13. sept. 1901,
um bann gegn flulningi vopna og skotfanga frá ís-
1) Sbr. t. d. kgsbr. 28. okt. 1817 og Rkbr. 7. maí og 30.
ág. 1836.