Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 160
154
Samband íslands og Danmerkur
og viðurkent, að eigi verður nánar liér út í það farið.
Þó undirritaði konungur einungis liinn danska lexta
íslenzkra laga þar til 1859, að ákveðið var, að hann
skvldi undirskrifa bæði danska og íslenzka textann1 *).
Aftur á móti er mikill ágreiningur um ýms lög
almennara eðlis, er sumir hafa talið gildandi á
íslandi án þess að þau væri þar lögleidd sérstaklega
(o: með konungsboði). Hvernig sem á þetta mál er
litið, þá verða þau þó jafnan að hafa verið birt-)
á löglegan hátt og þýdd á íslenzka tungu til þess að
íslendingum geti verið lögskylt að lilýða þeim. Að
því leyti sem það hefir ekki verið gert, verður þeiin
ekki löglega beitt gegn íslendingum3). Auðvilað þurfti
ekki formlegan konungsúrskurð til lögleiðslu þessara
eða annara laga. Það var nægilegt, ef sannað varð,
að það væri vilji hans, að þau næði þar lagagildi, og
að þeim skilyrðum væri fullnægt, er þar lil þurftiað
að öðru leyti. Meðal þeirra laga, er hér um ræðir,
eru ríkiserfðalögin 31. júlí 1853 og lögin unr ríkis-
sljórn í forföllum konungs eða við konungaskifti 11.
febr. 1871. Það stendur sérstaklega á um þessi lög,
að því leyti senr íslendingar veillu konungi sérstaka
30. maí 1820, kgsúrsk. 6. júní 1821, tilsk. 21. des. 1831, Tiðindi
nm stiórnmálefni íslands I, 102 o. fl.
1) Tíðindi um stiórnmálefni I, 273. 2) Sbr. sama rit 1, 102.
3) I Kancellibréfum 17. júlí 1819 og 16. júní 1821 er uppi
látiu sú eiukennilega skoðun, að beita megi lagaboði, þótt ekki
væri lesið í landsyfirdómi, samkv. tilsk. 11. júlí 1800 § 12, ef
það var lesið á varnarþingi þess, er í máli átti. Það er fljótséð,
liversu fráleit sú skoðun er. Samkvæmt henni gæti vel farið
svo, að rnörg ólík lög gengi í landi um sama efni á sama tima.
Sem dæmi mætti nel'na það, að sami verknaður gæti orðið
ósaknæmur á Austurlandi um sama leyti sem hann ef til vill
varðaði betrunarhúsvinnu, ef framinn væri í Reykjavík. eða 21
árs maður væri fullveðja í Reykjavík, en hálfveðja i Árnessýslu.