Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 161
síðan siðaskiítin.
loá
lieimild til þess að skipa þeim málum 1662. Gagnvart
Danmörku varð samþykki ríkisþingsins að koma til,
svo að þau yrðu þar bindandi, en gagnvart Islandi
hafði lconungur einveldisrétt til að setja þau. íslend-
ingar geta því skoðað þau, fyrir sitt leyti, að eins sem
lög liins einvalda konungs, þó með þeirri lakmörk-
un, að hann getur ekki breytt þeim án samþykkis
ríkisþingsins. En urn öll samskonar iög hlýtur svo
að fara, þar sem tvö lönd, annað að lögum undir
einveldi, en hitt undir þingbundinni konungsstjórn,
hafa sarna konung og sörnu ríkiserfðir. Það orkar
varla tvímælis, að konungur liafi ætlast til, að greind
lög gilli einnig á íslandi1 *) sjá augl. 27. jan. 1872, er
birti.lög 1871 liér. En gildi þeirra á íslandi bygg-
ist ekki á rétti rikisþings Dana til þess að selja Is-
landi lög, heldur að eins á vilja konungs og valdi.
Spurningin um lagagildi þessara laga er annars frem-
ur þýðingarlítil í reyndinni, af því að íslendingar liafa
aldrei véfengt rétt konunga yfir landinu siðan þau
komu út. Ríkisarfi stjórnar t. d. líka íslandi í for-
föllum konungs. 29. apríl 1910 hefir ríkisarfi t. d.
undirritað tilskipun handa íslandi um vernd vöru-
merkja handa Norðmönnum hér á landi, og ráðlierra
íslands lieíir meðundirritað hana og tekið á sig
ábyrgð á liennr). Og auglýsingarnar um brottför kon-
ungs úr ríkjurn lians og að ríkisarfi hafi samkvæmt
1. 11. febr. 1871 tekið við ríkisstjórn eru líka jafnan
auglýstar, á dönsku og íslenzku, í A-deild Stjórnartíð-
indanna, t. d. 20. apríl 19103). Svo er og birt í
Stjórnartíðindunum, A-deild, auglýsing um lieimkomu
1) Sbr. Jón Sigurðsson, íslands statsretlige Forhold, bls.
105—106, 2) Stjórnartíðindi A-deild, bls. 8. 3) Sama rit, bls. tí.