Andvari - 01.01.1911, Side 162
156
Samband íslands og Danmerkur
konungs, og að hann hafi tekið við ríkisstjórn, er
hann liafi, samkvæmt lögum ll.febr. 1871, falið rík-
isarfa í fjarveru sinni, sjá t. d. kgl. augf. 20. maí 19101).
Þýðingarmeiri er spurningin um gildi grund-
vallarlaga Dana 5. júni 184-9 og 28. júli 1866 á ís-
landi. Ef þau lög eru gild hér, þá hefir ríkisþing
Dana með þeim fengið löggjafarvald á íslandi, þá
eru t. d. ríkiserfðalögin 31. júlí og ríkisstjórnarlögin
11. febr. 1871 hér gild sem afleiðing af rétti ríkis-
þingsins til þess að selja hér lög. Þá hefði og rík-
þingið haft rélt til að setja stöðulögin 2. jan. 1871,
samkvæmt grundvallarlögum sínum. Pá gæli og rík-
isþingið kipt öllum þessum lögum aftur burt, án þess
að spyrja íslendinga einu orði um vilja þeirra í því
efni. Þá væri og allar ráðstafanir hinna dönsku ráð-
herra, sem að eins bera ábyrgð fyrir konungi Dana
og þjóðþinginu, á íslandsmálum frá formlegu sjónar-
miði fullkomlega föglegar að öllu leyti síðan 1849.
Þá gæti rikisþing Dana og konungur ■— að minsta
kosti samkvæmt sumra skoðun2) — svift Islendinga
stjórnarskránni 1874, með því að ákveða, að ís-
land hafi engin sérmál framvegis. Ef þessvegna
grundvallarlögin gilda hér, þá er Island þegar af
þeirri ástæðu innlimað í vDanmerkurrilci« að lögúm.
Það er fullkunnugt, að lög þessi hafa aldrei ver-r
ið birt hér á lögmætan hátt. Þegar af þessari ástæðu
hefir þeim ekki orðið löglega beitt alt lil þessa dags.
Birting þessara laga á íslandi og þijðing þeirra á ís-
lenzka tungu hlaut þó að vera sjálfsagt skilyrði fvr-
1) Sama rit bls. 20. Þetta hefir auðvitað haldist um maims-
aldur rúman, siðan stjskr. kom í gildi, og engin breyting, eigi
einu sinni á pappírnum, á því orðið síðustu árin. 2) Sjá t. d.
Matzen, Statsforfatningsret I, (Kbh. 1910), bls. 210—215.