Andvari - 01.01.1911, Side 164
158
Samband íslands og Danmerkur
vallarlaganna, eða vlconungsrikið Danmörka. En áður
en grundvallarlögin voru hlaupin af stokkunum, kom
bænarskrá frá íslendingum um það, að þessi slaða
íslands (o: staða íslands gagnvart Danmörku, kon-
ungsríkinu eða Danaveldi), yrði ekki einhliða ákveðin
af Dönum, heldur yrði stofnað til þjóðfundar á ís-
landi á jafnfrjálslyndum grundvelli, sem í Danmörku,
og að slíkur þjóðfundur mætti ræða um þau atriði
i stjórnarskipun Danmerkur, sem beinlínis snerti Is-
land.1) Tilgangur íslendinga með þessu var sýni-
lega ekki sá, að slíta sig út úr sambandi við kon-
ung eða Danmörku, heldur aðeins að fá ákvœðisrétt
um meginreglur um afstöðu sína gagnvart Dan-
mörku og stjórn þeirra mála, er sérstaldega snertu
landið.2) Þótt kröfur þessar væri mjög svo hóglegar,
þá er samt Ijóst, að staða íslands varð ekki ákveðin
með grundvallarlögunum einum, ef þær yrði teknar
til greina. Og konungur tók þær til greina, því að
23. sept. 1848 hét hann því — og var það svar við
bænarskrám landsmanna —að grundvallarlagaákvæði
þau, sem sakir þess, hvernig sérstaklega stæði á um
ísland, kynni að vera nauðsynleg til þess að ákveða
stjórnarstöðu þessa landshluta í ríkinu, skyldi ekki
verða sett til fullnaðar, fvrri en íslendingar hefði
fengið að láta uppi álit sitt (»hörle«) um þau á þjóð-
fundi i landinu sjálfu. í þessu efni, sem hér um
ræðir, skiftir ekki máli, hvernig skilja beri þessi orð,
því að hvernig sem þau eru skilin, þá var með þeim
loku skotið fyrir það, að grundvallarlagaþingið og
konungur gæti kveðið á um þetta efni i grundvallar-
1) Sjá Ný félagsrit, IX, í>—tí8. 2) Sbr. os; Jón Sigurðsson,
Islands statsretl. Forhold, bls. 95.