Andvari - 01.01.1911, Síða 165
siðan siðaskiftin.
159
lögunum, því að þau voru orðin lög 2 árum áður,
en umræddur þjóðfundur fékk færi á að láta uppi
álit silt á málinu. Og þar sem ísland er ekki nefnt
á nafn í grundvallarlögunum og ekkert ákvæði þeirra
sérstaklega sniðið upp á Island, þá er heimildarlaust
að halda því fram, að konungur liafi rofið heit það
er liann gaf 23. sept. 1848 með því að ákveða um
stöðu íslands í ríkinu i grundvallarlögunum. Þar
sem jafnvel Færeyingar fengu hlutdeild i löggjafar-
starfinu á ríkisþingi Dana samkvæmt grundvallarlög-
unum, sbr. grvl. 5. júní 1849 §§ 37 og 44, þá hefði
það verið alveg óhugsanlegt misrétti, að setja ísland
alveg hjá slíkri hluttöku, eins og þó var gert, ef
grundvallarlögin hefðu átl að gilda á Islandi. Og
]>egar grundvallarlögin voru endurskoðuð, þá er lik-
legt, að sell hefði verið ákvæði um kosningar þing-
manna á Islandi til landsþingsins danska, eins og
gert var berum orðum um slika kosningu þingmanns
á Færeyjum, sjá endurskoðuð grvl. 28. júlí 1866 § 34.
Það er ennfremur alkunnugt, að stjórnin ællaðist til
þess á þjóðfundinum 1851, að íslendingar lögleiddu
grundvallarlögin. 1. gr. Frumvarps þess til laga »um
stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins og ríkisþings-
kosningar á íslandicc, er stjórnin lagði fyrir þjóðfund-
inn, segir svo: vGrundvaUarlög Danmerkurríkis frá
5. ji'mi 18-Í9, sem tengd eru við lög þessi (o: frumvarp
stjórnarinnar), skuln vera gild á Islandie.1) Þá geng-
ur stjórnin að því visu, að grundvallarlögin sé ekki
enn orðin hér gild. Síðast 1909 gera allir dönsku
nefndarmennirnir i millilandanefnd þeirri, er skipuð
var með kgsúrsk. 31. júlí 1907, til þess að koma
1) Tiðindi frá þjóðfundi íslendincra 1851, bls. 4Í17.