Andvari - 01.01.1911, Page 166
160
Samband íslands og Danmerkur
fram með tillagur um samband íslands og Danmork-
ar, ráð fyrir hinu sama, nema einn (prófessor Hen-
ning Matzen), er samþykkir tillögur meiri liluta nefnd-
arinnar með þeim fyrirvara, að þær breytingar verði
gerðar, er nauðsynlegar kynni að vera, á grund-
vallarlögunum, ef uppástungur meiri hluta nefndar-
innar yrði að lögum.1) Hefði grundvallarlögin gilt
á Islandi og ef »Uppkastið« liefði orðið að lögum, þá
liefði ýmsar breytingar á grundvallarlögunum verið
nauðsynlegar, og af því að próf Malzen taldi þau hér
gild, sló hann þenna varnagla. Ennfremur er í § ‘2
í nefndu »Uppkasti« ákveðið, að nokkur tyrirmæli
grundvallarlaganna (um konungserfðir o. þ. h.) skuli
gilda á íslandi, sem ekki hefði þó þurft, nema ef
gert væri ráð fyrir því, annaðhvort að gildi þeirra á
íslandi yrði afnumið með hinum nj'ju sambandslög-
um eða að þau liefði alls eigi gilt þar áður. Hið
síðara hefir öll nefndin, nema H. Matzen, álitið, því
að annars liefði þeir slegið sama varnaglann sem liann.
Menn hafa ennfremur haldið því fram, að grund-
vallarlögin gilli um ýms almenn, sameiginleg mál
milli íslands og Danmerkur. Hvaða takmörk hér
hefði átt að setja, er ekki sagt, og slík merkjasetn-
ing hefir ekki heldur verið reynd. Annaðhvort gilda
grundvallarlögin í lieild sinni eða ekkert af þeim.2)
Það er og alkunnugt, að konungur setti einn lög, og því
án þess að þau væri lögð fyrir ríkisþing Dana, handa
íslandi á tímabilinu 1849—1874. Þetta hefði verið
gersamlega ólöglegt, ef grundvallarlögin hefði gilt hér.
1) Betænkning afgiven af den Dansk-islandske Kommission
aí 1907, bls. XVII. 2) Sbr. sama rit, bls. 66.