Andvari - 01.01.1911, Side 167
siðan siðaskiftin.
161
Þá liefði rikisþing Dana einnig ált að eiga hlut i
slíki'i lagasetning.
Ennfremur er þess að gæta, að konungur játar á
ýmsan veg eftir 1850, að grundvallarlögin gildi ekki
á Islandi. Sem dæmi má nefna, að í kgl. augl. 12.
maí 1852, og sbr. kgl. augl. 7. jan. 1855, segir, að
það sé vilji konungs, að ekki verði ákveðið um
sljórnarstöðu Islands í ríkinu fyrri en álit alþingis,
samkvæmt tilsk. 8. marz 1843 g 79, sé fengið.
Það virðist og hafa verið skoðun Dana og danski a
stjórnarvalda um þessar mundir, að grvl. 1849 gilti
eigi á íslandi. Þvi segir »General-prokurör« Algreen-
Ussing í bréfi lil dómsmálastjórnarinnar 10. maí 1858
svo: »Ligesom Grundloven af 5. Juni 1849 ikke er
udstrakt til Island, og de i sanimes 7de Afsnit inde-
lioldte Bestemmelser altsaa ikke der íinde Anven-
delse ....« (Brét þetta er í afrili í Bisluipsskjalas.
meðal bréfa um kalólska trúhoðið hér). Það erlíka
þjóðkunnugt, að einum dómaranum í landsyfirdóm-
inum var vikið frá embælti 1870 með stjórnarráð-
stöfun einni, án þess að dómur gengi um mál hans.
Samkvæmt grvl. 1849 § 78 og grvl. 1866 § 73 má
þó ekki víkja dómendum, sem ekki hafa jafnframt
umboðsstörf á liendi, til fullnaðar frá embætti, nema
með dómi. Hér er því tvent til: Annaðhvort hafa
grundvallarlögin ekki gill hér á landi eða stjórnin
dómsmálaráðherra Daria, hefir brotið þau svo ber-
sýnilega, sem verða má.
Enn mætli spyrja: Hvort væri þá grundvallar-
lögin frá 1849 eða 1866 gildandi á íslandi? Sá, er
lieldur þvi fram, að þau j'fir höfuð gildi hér, mundi
j)ó líklega svara: grvl. frá 1866. En hví voru j)au
þá ekki heldur birt hér?
Andvari XXXVI.
11