Andvari - 01.01.1911, Page 168
162
Samband íslands og Danmerkur
Ef grundvallarlög Dana frá 1849 eða 1866 hafa
verið gild hér, þá liefir löggjafarvald Dana líka marg-
oft brotið þau. Kosningarlög Dana til ríkisþingsins
12. júlí 1867 nefna ekkt ísland, og var þó sjálfsagt,
að rikisþingið og konungur hefði ekki beitt þeirri
dæmalausu ósanngirni, að svifta ísland alveg rétti til
þess að senda fulltrúa á löggjafarþing Dana, el þeir
liefði átt rétt á því samkvæmt dönskum grundvallar-
lögum. En með því að hvorki löggjafarvaldið setti
ákvæði um kjördæmi á Islandi né heldur stjórnin
gerði nokkrar ráðstafanir til þess, að kosið væri þar
eða kvaddir menn til þingsetu á rikisþingi Dana, þá
verður það alls eigi skýrt á annan veg en þann, að
sjálf stjórnin og sjálft löggjafarvald Dana hafl ekki
talið grundvallarlögin gild á íslandi.
Stöðulögin 2. jan. 1871 hefði verið hið gífurleg-
asta grundvallarlagabrot, ef þau (o: grundvallarlögin)
hefði verið gild á íslandi. Til þess að þau bryti
ekki bág við grundvallarlögin hefði auðvitað orðið
að breyta þeim (o: grundvallarlögunum), samkvæmt
þar um settum reglum í grvl. 28. júlí 1866 § 95.
En það var ekki gert. Samkvæmt stl. 1871 § 3 voru
9 flokkar löggjafarmála teknir undan valdi grund-
vallarlaganna. Til þess hefði engin heimild verið án
grundvallarlagabreytingar, svo framarlega sem þau
hefði gilt á íslandi. í grvl. 1866 § 91 stendur að
vísu, að réttur sveitarfélaga, bæjarfélaga eða amtsfé-
laga (Kommuner) til að stýra sjálf málum sínum
skuli ákveðinn með lögum. Samkvæmt þessari grein
komu út sveitarstjórnarlög í Danmörku 6. júlí 1867
og 26. maí 1868. En heimild til jafn viðtækrar og
óliáðrar stjórnar, sem ísland fékk með stöðul. 1871
og stjskr. 1874, er ekki í grvl. 1866 § 91, jafnvel þótt