Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 169
síðan siðaskiflin.
163
Danir liefði sett ísland á bekk með dönskum sveit-
um eða kaupstöðum. Islendingar fengu samkvæmt
stl. t. d. löggjöf um hegningar, réttarfar, kirkjumál,
l)orgararétt o. s. frv. Hefir nokkrum manni enn
komið til hugar, að veita mætti t. d. Kaupmannahöfn,
án grundvallarlagabrejdingar, vald til að setja sér
sárstök almenn begningarlög eða rétt til að setja þá
dómaskipun og þau réttarfarsákvæði, er hún vildi,
eða alveg sérstök ákvæði nm fullveðjaaldur Kaup-
mannahafnarbúa? Sá mundi talin fara með hinar
mestu löglej'sur, er slíku liéldi fram. Þó hefir Is-
land fengið slíkan rélt samkvæmt stl. og stjórnarskrá.
Það er óhugsandi, að bæði ríkisþing Dana og kon-
ungur hafi brotið svo bersýnilega grundvallarlög sín,
sem gert liefði verið, ef þau liefði gill á íslandi.
Stjórnarskrárbreytingin 3. okt. 1903 (nr. 16) og
lögin um landsdóm íslendinga 20. okt. 1905 (nr. 11)
bafa að geyma ótvíræð grundvallarlagabrot, ef þau
lög gilli hér á landi. Grvl. 1866 § 14 segja, að bæði
konungur og þjódþingið geti kært ráðherra fyrir em-
bættisafbrot, en stj.skr. 1874 § 3 og 1903 § 2 segir,
að alþingi geli kært íslandsráðherra; Grvl. 1866 § 14
segja enn fremur, að ríkisdónuir dæmi mál gegn ráð-
herrum úl af embæltisafbrotum þeirra, og § 68 kveð-
ur á um skipun þesssa dómstóls. Slj.skr. 1874 segir
i bráðal)irgðaákvæðum sínum, 2, að hæstiréttur
dæmi íslandsráðherra í samskonar málum, en með
I. nr. 2, 4. marz 1904 eru sett álcvæði um ábyrgð
íslandsráðherra á stjórnarathöfnum hans, og 1. nr.
II, 20. okt. 1905 stofna nýjan dóm til þess, lands-
dóminn, samkvæmt þar til fenginni lieimild í stjórn-
arskipunarl. nr. 16, 3. okt. 1903, § 2. Ef grundvall-
arlögin gilti hér, þá væri þetla alt bert brot á
‘11