Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 170
164
Samband íslands og Danmerkur
þeim. Próf. H. Matzen, sem telur þau hér gildandi
og engin ákvæði um ráðherra konungs lögmæt, nema
þau, er þar eru geymd eða stuðning hafa í þeim,
telur líka þessi fyrirmæli íslenzkra laga, sem nú voru
nefnd, og ýms önnur, ótvíræð grundvallarlagabroP).
Þó hefir bæði konungur undirritað þessi lög og dóms-
málaráðherrar Dana stj.skr. 1874 og 1903, og ríkisráð
Dana ekki talið neitt athugavert við þau, þar á með-
al ekki heldur við landsdómslögin nr. 11, 20. okt.
1905,
Ef grundvallarlög Dana eru liér gild, þá eru stöðul.
2. jan. og stj.skr. 1874 og 1903 grundvallarlagabrot,
og ríkisþingi Dana væri þá lögskyll, annaðhvort að
afnema alt það ólögmæta ástand, sem hér bygðisl nú
á stöðulögunum og þar með stl. sjálf, eða þá að
breyla grundvallarlögum sínum, samkv. 95. gr. þeirra,
i samræmi við stöðulögin.
En ef grundvallarlög Dana eru hér ckki gild —
er samkvæml öllum atvikum má telja óve/engjantega
sannað — þá brast ríkisþingið vald iil að selja stöðu-
lögin. Og þótt menn ef til vill vilji segja sem svo,
að liluttaka ríkisþingsins geri hvorki lil né frá, þar
sem þó einvaldur konungur hafi mátt liafa þá að-
ferð við selning þessara einstöku laga og þau gefin
í því formi og eftir þeim reglum, sem hann vildi,
þá ber alt að sama brunni, því að hinn einvaldi kon-
ungur gat ekki að lögum skilað Islendingum, fremur
en Dönum, einveldi því, er þeir liöfðu sell honum yfir
landinu án samráðs og samþykkis þeirra. Þeir áttu
jafnan meðákvæðisrétt um það mál að öllu leyti, sem
Danir um sín grundvallarlög 5. júní 1849.
1) Statsforretningsret (Kbh. 1908) II, 163—157.