Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 171
síðan siðaskiftin.
165
Að vísu er það svo, að margoft höfðu íslend-
ingar lýst yfir vilja sínum að fá mál þau til forráða’
með konungi, sem stöðulögin segja, að vera sku'i
sérmál þeirra, en meðákvæðisréttur þeirra um það,
hver þau skyldi vera og um nánara fyrirkomulag
stjórnar þeirra, var brotinn, þar sem skipað var, að
svo skyldi það vera, sem i lögunum segir, hvort sem
íslendingum væri það ljúft eða leitt.
t*ar með er svarað spurningunni um formlegt
gildi stöðul. 2. jan. 1871, eins og þau eru til orðin í
öndverðu. Síðar verða örlög þeirra þar eftir at-
liuguð.
Á þessu tímabili setti konungur ýms lög, er mið-
uðu til þess að tengja ísland og Danmörku fastari
tengslum. I’ar til má telja tilsk. um rétt innborinna
manna 15. jan. 1776, sem birt var hér eigi, en var
þó fylgt1), og varð þessi réttur þá, að því er rétt
til emhætta og aðgang til styrks allsherjar slofnana
snertir sameiginn öllum löndum konungs og ríkjum.
Tilsk. um verzlunarflagg 11. júlí 1748, sbr. § 8, er
segir að allir þegnar konungs skuli það flagg hafa á
skipum sinum, er tilsk. býður. Þetta flagg er sér-
slaklega lögboðið hér á landi á þessu tímabili meðal
annars i lilsk. um skráselning skipa 25. júní 1869
S 2. Hœstiréttur Dana sem æðsti dómstóll í íslenzk-
um málum er lögskipaður með tilsk. 2. maí 1732, er
segir að »Processernes Maade og Formalitet« í ís-
lenzkum málum skuli fara eftir norsku lögum Ivristj-
áns konungs V. frá 1687, því að hæstiréttur er sam-
kv. þeim lögum æðsti dómstóll i norskum málum2).
1) Lovs. f. Isl. III, 191 2) Sjá t. d. NL. 1-3—15, 1—4—
29, 30, 33, 36, 1—6—18, 20, 21 o. ro. fl.