Andvari - 01.01.1911, Page 172
166
Samhand íslands og Danmerkur
En þótt svo kjrnni að mega líta á, sem hæstiréttur
het'ði eigi verið löghelgaður æðsti dómstóll 1732, þá
hefir konungur gert það með síðari lögum, l. d. tilsk.
3. júní 1796 g 35, 11. júlí 1800 § 21, 24. jan. 1838
§ 16, þar sem eru seltar reglur um áfrýjun íslenzkra
mála til hæstaréttar. Peningasláttan. /slendingar hafa
aldrei slegið peninga, og gengu manna á meðal á Is-
landi fra.m um 1600 peningar þeirra þjóða, sem Is-
iendingar liöfðu helzt verzlunarskifti við, þýzkir, enskir,
norskir og síðast danskir peningar. Eftir Jónsbók,
Mannhelgi 2, er það óbótamál, að falsa steðja kon-
ungs, og er því sérstök hörð hegning lögð við því að
falsa peninga Norðmanna. Eftir að danska einok-
unarverzlun liófst, 1602, urðu danskir peningar hér
auðvitað aðal peninga-gjaldmiðill og gilti þá áðurnefnt
Jónsbókar-ákvæði um þá. Það hefir aldrei síðan
Ieikið vafi á um það, að danskir peningar væri lög-
mætur gjaldeyrir á íslandi. Alþingi gerði árið 16081)
samþykt um verðlilutfall peninga (ríkisdals) og land-
aura í ýmsum greiðslum. Er og síðan út kominn
mesti sægur af lagaboðum, sem ýmist segja, að mynt-
in sé hin sama sem i Danmörku eða byggja á þvi2).
Peningareikningurinn var þó í ýmsu frábrugðinn liér
því, sem í Danmörku var, þar til tilsk. 30. maí 1776
ákvað, að sama slcyldi hér gilda sem annarsstaðar
í ríkjum konungs um peningareikning. Mýntbreyt-
ingin í Danmörku, er varð samkv. lögum 23. maí
1873 var og lögleidd liér, augl. 25. sept. 1873. Með
tilsk. 22. april 1778 og 13. jan. 1787, II, § 16 urðu
danskir bankaseðlar lögfullur gjalde)'rir hér á landi,
með íslenzkum texta á bakinu, svo látandi: (Eins
1) Lovs. for Island I. 170 2) T. d. tilsk. 22. apr. 1778, 13.
jan. 1787, II § 16, tilsk. 20. marz 1815 o. m. fi.