Andvari - 01.01.1911, Síða 173
síðan siðaskiftin.
167
ríkisdals-seðlarnir) »þessi bankaseðill gengur fyrir einn
ríkisdal eða níutíu og sex skildinga í danskri kour-
antmynt í Danmörku, Noregi og Furstadæmunuin,
eins og á íslandi«, og (fimm ríkisdala-seðlarnir):
»Þessi banka-seðill gengur fyrir fimm ríkisdali, hvern
til 96 skildinga í danskri kourantmynt, í Danmörku,
Noregi og Furstadæmunum, eins og á íslandi«, og
var íslendinguni, samkvæmt tilsk. 13. júní 1787, II,
16. gr. óslcylt að taka við nokkrum þeim seðlum, sem
gjaldeyri, er eigi væri með íslenzkum texta. Undir
íslenzka textann áttu tveir áreiðanlegir embættismenn
konungs að rita nöfn sín til þess að fyrirbyggja sem
bezt, að þeir yrði falsaðir. Og seðlar ríkisbankans,
sbr. stofnskrá 5. jan. 1813 §§ 3 og 4, voru lögleidd-
ir sem lögfullur gjaldmiðill á íslandi, ineð tilsk. 20.
marz 1815 § 1. í stofnskrá þjóðbanka Dana 4.
'júlí 1818 § 42 var þeim banka veittur einkaréttur
til seðlaútgáfu næstu 90 ár, og konungur skuld-
batt sig til þess að ríkið gæíi enga seðla út, er lögfull-
ur gjaldmiðill væri, þetta tímabil. Hvort sem nú
þetta loforð konungs hefir verið talið gilda fyrir ís-
land eða eigi, þá var samþykkis stjórnar þjóðbank-
ans fengið til seðlaútgáfuréttar hér, þegar Lands-
bankinn var slofnaður1). Með skírskotun til tilsk. 30.
marz 1836 liefir stjórnin, svo og stjórn þjóðbankans
danska, þó látið það álit uppi, að þjóðbankinn hefði ekki
liaft einkarétt til þess að gefa út seðla, er væri lög-
þvingaður gjaldmiðill á íslandi, og var ofangreinds
samþykkis þjóðbankans því víst fremur leitað fyrir
varúðarsakir en að þess þælti þurfa lögum samkvæml
(sjá Alþ.tíð. C. 1885, bls. 72). Frá 1818—1885 voru þjóð-
1) Sbr. Alþ.tíð. 1885 C. bls. 72.