Andvari - 01.01.1911, Síða 175
síðan siðaskiltin.
169
við í Danmörku, en fengu að láta umboðsmenn sína
gegna störfum sínum hér. Stiftbefalingsmenn stóðu
ekki beint undir konungi, heldur áttu þeir að senda
skýrslur sínar og embættisbréf til Kansellís og Rentu-
kammers og þeirra annara stjórnarráða, sem afgreiddu
Islands mál. í stað stiftbefalingsmannsins lcom
stiftamtmaður, þegar landinu var skift i ömt, tilsk.
15. maí 1770, og síðan landshöfðingir erindisbréf 29.
júni 1872. Stjórnarskrifstofur konungs undirbjuggu
málin og afgreiddu þau, en lengstuin var íslenzkum
málum þó lialdið aðgreindum meira eða minna frá
dönskum eða norskum málum.1)
Með kgsúrskurði 10. nóv. 1848 var stofnuð sér-
stök skrifstofudeild til undirbúnings og afgreiðslu ís-
lenzkra, færeyskra og grænlenskra mála, er var í
öndverðu deild úr innanríkisráðaneytinu, kgsúrskurður
8. des. og augl. 9. des. 1848, þó þannig, að livert ein-
stakt íslenzkt mál el'tir eðli sinu heyrði framan af
undir þann ráðherra, sem fyrir samskonar dönskum
málum stóð, t. d. dómsmál undir dómsmálaráðherr-
ann, kirkju- og kenslumál undir kirkju- og kenslu-
málaráðherrann o. s. frv., kgl. auglýsing 24. nóv.
1848. Öll bréf um íslenzk mál skyldi þó stíluð lil
innanríkisráðlierrans2 * *). Bréf til sljórnarráðsins áltu
að vera á dönsku8). Síðar var íslenzka skrifstofan
lögð undir dómsmálaráðaneytið og fór það með öll
málin, nema kirkju- og kenslumál. Landshöfðingi
skyldi framkvæma hið æðsta vald í hinum sérstak-
legu málum (sll. 1872 § 3) landsins í landinu sjálfu
1) Sbr. Jón Sigurðsson, Islands statsrotlige Porliold, bls.
63—64. Sbr. og kgsúrskurð 10. nóv. 1848, 8) Sbr. þó bréf Innan-
ríkisráðan. 16. júni 1849. 3) Bréf sama, 14. júlí 1854 (sjá Lovs.
for lsland 1851—1854, bls. 680).