Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 176
170
Samband íslands og Danmerkur
undir um umsjón þess ráðgjafa eða þeirra ráðgjafa,
sem í hlut áttu, erindisbréf 29. júní 1872 § 1, sbr. og
§§ 2-4, 13, 17, 19.
Er af þessu auðsælt, að íslenzk mál hafa jafnan
á þessu tímabili síðan 1683 verið afgreidd á hinum
sömu stjórnarskrifstoíum, sem hin dönsku (og norsku),
og 1848 er þessu fylgt með fylsta samræmi, þar sem
hverl mál eftir eðli sínu er lagt undir hlutaðeigandi
danskan ráðherra (dómsmála, kirkjumála, innanríkis-
ráðherra o. s. frv.). Hinir dönsku ráðherrar fóru
með íslenzk mál, eins og þeir ættu um þau að fjalla
á sama veg sem hin dönsku, samkvæmt grundvallar-
lögum Dana, hvers efnis sem þau voru, og undirrit-
uðu með konungi eða einir, þar sem um stjórnar-
framkvæmdir var að ræða, er slíkt var nóg sam-
kvæmt dönskum venjum. En með því að grund-
vallarlögin giltu ekki á Islandi, þá gat konungur á
formlega lögmætan hátt tekið þetta vald með öllu
undan ráðherrum sínum. En þótl grundvallarlögin
liefði gilt hér, þá hefði konungur þó gelað stofnað
sérslakl ráðaneyti handa íslandi, samkvæmt þeim
lögum, með því að hann ákvað tölu ráðherra og
starfsvið.
í samræmi við stj.skr. 1874 § 2 var loks stofn-
að sérstakt ráðaneyti, er fara skyldi með sérmál ís-
lands, samkv. stl. § 3, frá 1. ág. 1874, með kgsúrsk.
14. júlí s. á. Hin málin, sammálin svonefndu, liafa
þar á móti til þessa dags verið í höndum danskra
ráðherra. Þeir menn, sem telja grundvallarlög Dana
gild hér á landi, hljóta auðvitað að álíla, að þessi
meðferð sainmálanna hafi ekki einungis verið óaðfinn-
anleg, heldur einnig nauðsynleg frá lagalegu sjónarmiði,
ogdanskir ráðherrar hafi því gagnvart þjóðþingi Dana