Andvari - 01.01.1911, Page 177
síðan siðaskiftin.
171
borið ábyrgð á stjórnarathöfnum sínum í íslenskum
málum. Þeir, er ekki telja grundvallarlögin hér gild,
liljóta þar á móti einnig að telja það rangt, að dansk-
ir ráðberrar beri ábyrgð á embættisverkum sínum,
að því er til ístands mála tekur, gagnvart þjóðþingi
Dana. í þeirra manna augum hafa ráðherrar Dana
síðan 1849 sömu lagaafstöðu gagngvart íslandsmál-
um, sem stjórnarskrifstofur konungs til 1849, því að
þeir liljóta að telja konung einvaldan í öllum ístands-
málum til 1874, er hann fékk íslenzku þjóðinni blut-
deild í stjórn landsins, nokkrum málum þess, með
stjórnarskránni.
C. Timabilið 1871-1903.
I. Það skal þegar tekið fram, að í öllum þeim
málum, er ekki verða talin lil »sérmála« íslands,
samkvæmf stöðul. 2. jan. 1871 § 8, og stjórnarskr.
1874, heílr sama stjórnartilhögun haldist og sama
vald sett lög, sem gerði það frá 1849—1871. Ber
því enga nauðsyn til að lýsa því nánar hér. Ein-
ungis þarf að athuga lögmæti þess fyrirkomulags, ef
vera mælti að ný atvik hefði gert það iögmætt 1871
eða síðan. Verður reynt að gera það í sambandi
við stöðulögin.
II. Fyrst þegar þegnar Danakonungs rumskuðu
al' þeim hinum pólitiska svefni, er þeir höfðu sotið
síðan 1(560, þá var tilætlunin að innlima ísland al-
gerlega. Þetta kom berlega í Ijós á þann hátt, að
þegar ráðgjafarþingin dönsku voru stofnuð, þá fékk
ísland að eins hluttöku í ráðgjafarþingi Eydana, eins
og Færeyjar, tilslc. 28. maí 1831 § 1, 15. maí 1834 §
1, og kjöri konungur íslandi fulltrúa á þing þetta.