Andvari - 01.01.1911, Side 181
síðan siðaskiftin.
175
Þjóðfundurinn virðist — og er það og hefir verið
skilningur margra manna — fara lengra, enda þótt
hann, svo sem áður er sagt, láti ekkert ákveðið uppi
um það, hver sammálin skuli vera, önnur en kon-
ungssamband og konungserfðir.
Eins og kunnugt er, sleit konungsfulltrúi þjóð-
fundinum, áður en frumvarp fundarmanna, yrði full-
rætt. Lá málið um hríð niðri, en Alþingi 1853 sendi
bænarskrá til konungs, er hann neitaði að taka til
greina. Lol'aði hann þó (7. júní 1855), að engin á-
kvörðun skyldi gerð um stjórnarstöðu Islands í rík-
inu fyr en alþingi liefði gefist kostur á að segja álit
sitt um lagafrumvarp þess efnis1).
Með því að þessi loforð konungs, bæði 23. sept.
1848 og 1855 veita íslendingum ekki skýlaust sam-
þyktarvald um málið, þá verður engin réttur bygður
á þeim. Réttur ísfendinga til ákvörðunar úm þetla
mál verður - eingöngu að byggjast á hinu sama sem
réttur Dana til ákvæðis um grundvallarlög sín, því
að konungur getui' ekki fremur skamtað þeim eftir
vild sinni nokkurn hluta valds þess, er hann fékk
gfir íslandi 1662, en Dönum vald það, er hann fékk
gfir Danmörku 1661.
Árið 1867 lagði konungur fyrir alþingi »Frum-
varp til stjórnskipunarlaga handa íslandi«2) þetta
frumvarp kvað svo á, að ísland skyldi vera »dad-
skiljanlegur hluti Danmerkur rtkis« (§ 1). Sammálin
voru, auk konungs og konungserfða, konungsmata
lifegrir handa konungsœttinni, utanríkismál, hermál,
ríkisráðið, réltindi innborinna manna, mgntin,
ríkisskuldir, ríkiseignir og póstgöngur milli Islands
1) Tið. um stjórnmál. I, 89. ‘2) Alþ.tíð. 1867, II, 11.