Andvari - 01.01.1911, Side 182
176
Samband íslands og Danmerkur
og Danmerkur. Þegar ísland yrði til þess fært,
þá átti það að fá hluttöku í meðferð sammálanna
(§3). Konungur átti að vinna eið, að halda stjórn-
skipunarlög Islands (§2).
Frumvarp þetta þótti á sínum tíma mjög frjáls-
lyndislegt. Um það voru allir samdóma. Breytti
alþingi því þó nokkuð, en eigi stórvægilega. Fyrir
»Danmerkurríkis« í § 1 selli þingið »Danaveldis«,
svo að upphaf § 1 í frumvarpi þingsins var þannig:
»ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með
sérstökum landsrétlindunvs. Þetta er nákvæmlega
orðrétt upp tekið í 1. grein liinna alþektu slöðul. 2.
jan. 1871. Sammál voru liin sömu í frumvarpi
þingsins, sem stjórnarinnar, en auk þess voru sér-
málin líka flest öll talin upp í frumvarpi þingsins,
og var það heinlínis skemd á frv. stjórnarinnar,
íslandi í óhag. Aftur á móti hætti þingið frv. stjórn-
arinnar, að því er snerti ákvæðið um hluttöku Is-
lands í sammálum, og um ágreining, er rísa kynni
um það, livorl mál væri sammál eða sérmál (§§ 3
og (5), auk ýmsra breytinga á skipulagi sérmála-
stjórnarinnar.1) í álitsskjali, er þingið sendi svo
konungi, en Jón Sigurðsson og Halldór Friðriksson
sömdu, bað þingið konung að samþykkja frumvarp
þetta. í álitsskjali þessu segisl þingið geta aðhylst
grundvallaratriði stjórnarfrumvarpsins um sammál
og sérmál Iandanna2). Jón Sigurðsson (forseti) segir
í þingræðu 18ö7: »Jeg vil segja, að það (o: jrv.
konungs) gangi svo nœrri uppástungum meiri lilut-
ans á þjóðfundinum 1851, að þar munar varla
hníjsbakka jnjkt, þegar biíið er að ganga frá
1) Sama rit, II, 618 o. s. frv. 2) Sama rit, II, 614—615.