Andvari - 01.01.1911, Síða 183
síðan siðaskiftin.
177
þuív.1) Og að ofan hefir verið á það drepið, hvernig
þingið gekk frá frumvarpi þessu, að öldungis var
haldið nieginreglu stjórnarinnar, sbr. liið almenna
orðatiltæki í upphafi frumvarps alþingis: »ísland er
óaðskiljanlegur liluti Danaveldis«, og að þau mál,
sem stjórnin vildi vera láta sameiginleg, áttu einnig
að vera það eftir frumvarpi þingsins. En það sem
eflaust nokkru olli um afdrif þessa frumvarps
stjórnarinnar á alþingi 1867, var það, að fjárhags-
málinu milli Islands og Danmerkur var enn eigi
ráðið til lykta, og þótti sumutn vafasamt eða jafn-
vel óhæfdegt, að gera nokkra ályktun um stjórn-
skipunarmálið, fyrri en fjárhagsmálið hefði fengið
fullnaðarúrslit, eða í sambandi við það.
Ivonungur synjaði sambandslaga- og stjórnar-
skrárfrumvarpi alþingis 1867 staðfestingar. 1869 lagði
konungur enn »Frumvarp til laga, er nákvæmar á-
kveða liina sljórnarlegu stöðu íslands í ríkinu«.2)
Þetta frumvarp var miklu verra en frv. 1867, og
var það felt á þinginu 1869, án þess að nýtt frum-
varp væri þá samþykt. Nú tók Dönum að leiðast
þófið, og lagði dómsmálaráðherra Dana nú frumvarp
til laga um stjórnskipulega stöðu íslands í ríkinu
fyrir ríkisþing Dana. Var þá (1870) samþykt frum-
varp til laga í þessa átt, er öðlaðist konungsstað-
festingu 2. jan. 1871. Voru íslendingar nú ekki
framar spurðir um álit silt, lieldur var valdboðið,
að lög þessi skyldi gilda á íslandi. Reyndar kom
fram rödd um það á ríkisþinginu, að þessu máli
yrði ekki ráðið til fullnaðarúrslita fyrri en alþingi
hefði lagl samþykki á það af sinni hálfu.3) Sú
1) Sama rit, I. 843. 2) Alþ.tíð. 1869, II, 10. 3) Rigsdags
Tid. Follcet. Forh. 1870-1871. Sp. 991—9P2.
Amlvnri XXXVI.
12