Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 184
178
Samband íslands og Danmerkur
skoðun, að alþingi eða þjóðfundur ællu að leggja
samþykki sitt á lögin, hefir hvergi komið fram í
lögunum sjálfum, né að þau yrði lögð undir samþykki
íslendinga. Á bls. 162 að framan er minnst á það, að
lög 2. jan. 1871 hafi ekki verið sett lögformlega, og
vísast þangað um það eini.
III. 1. I5ótt stöðulögin sé svo til orðin, sem sagt
hefir verið, þá hefir stjórn landsins og löggjöf verið
eftir þeim háttað í framkvæmdinni. Hinsvegar kom
fram eindregin yfirlýsing dómsmálaráðherrans (Krieg-
ers) um það á ríkisþinginu, að þetta frumvarp yrði
ekki lagt fyrir alþingi1). Og yfirleitt vilja allir
þingmenn aðhyllasl þessa tilætlan2). Dómsmálaráð-
herrann segir reyndar í ræðu í landsþinginu, að
málið hafi ekki náð fullnaðar úrslitum með lögun-
um, heldur aðeins úrslitum að nokkru leyti (»relaliv
Afslutning«), en með þessu á hann líklega meðal
annars við það, að enn þá verði að taka ísland
með i fjárlögum Dana, og að Danir verði enn að
hafa fjárstjórnina á hendi8), samkvæmt fyrirmælum
þeirra, og er því rélt að líta nokkru nánar á þau,
og athuga ýmsar spurningar, er óhjákvæmilega hljóta
að koma fram í sambandi við þau.
a. Meginret/la sú, er þau staðfesla um samband
íslands og Danmerkur, er hin sama, sem alþingi
1867 tók í sitt frumvarp. Yíirskriftin er: y>Lög um
hina stjórnarlegu slöðu íslands í ríkinua, og § 1
segir: vísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis,
(den danske Stat, í dönskunni) inex) sérstökum
landsréliindunm — alveg orðrétt, eins og frumvarp
1) Sama rit, Sp. 43. 2) Sbr. sama rit, Latidst. Forh. Sp.
821—822. 3) Sama rit, Sp. 826 sbr. 827.