Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 189
síðan siðaskiftin.
183
hafi ekki öðlast lagagildi gagnvart íslandi með því
að þau liafi verið sarnþyld, beinlínis eða óbeinlínis.
Jafnskjótt sein stöðulögin urðu heyrinkunn á
íslandi, var þeim mótmælt. Til alþingis 1871 var
sendur fjöldi mótmæla gegn þeim og áskoranir um
að afnema þau. Yíirleitt var það þó aðallega tvent,
er menn vildu ekki fella sig við: í. að lögin voru
sett einungis af konungi og ríkisþingi Dana, en eigi
leitað samþykkis alþingis, og 2. að þeim þótti fjár-
greiðslan úr ríkissjóði Dana oj lág (stl. § 5)1). —
Sumir töldu lögin jafnvel góð að efni til. Alþingi
mótmælti þó lögunum, eins og þau lágu fyrir, og sér-
staklega fjárgreiðsluákvæðinu, því að skuldaskifti
landanna væri enn ekki útkljáð. Samþykti það mót-
mælin þannig orðrélt:
í. Pingið getur ekki viðurkent, að lög 2. jan.
1871 sé bindandi fyrir ísland, eins og þau liggja
fyrira. (Samþ. með 14 atkv. : 10).
2. y>Pingið tekur fyrir íslands liönd á móti
þeim 30000-f-20000 rd., sem eftir l. 2. jan. 1871 eiga
að greiðast úr ríkissjóði Danmerkur í liinn íslenzka
landssjóð, en getur þar á móti ekki viðurkent, að
öll skuldaskifti milli ríkissjóðsins og íslands sé þar
með [d| enda kljáðn. (Samþ. með 15 atkv. : 9).
3. yyjafnframt og þingið þannig geymir Islandi
rétt þess óskertan um framangreind atriði, ræður
það allraþegnsamlegasl til, að um þau verði leitað
samkomulags við íslendinga á sérstöku þingi hér á
landi, er hafi fult samþyklaratkvæði fyrir þjóðar-
innar höndm'2). Samþ. með 1(5 atkv. : 9).
1) Sjá Alþ.tíð. 1871, II, bls. 195—213. 2) Alþ.tíð. 1871, II,
556—558, sbr. 634.