Andvari - 01.01.1911, Side 191
síðan siðaskiftin.
185
grundvallarákvæði stöðulaganna : 1. hver sérmálin sé
og 2. hvernig farci skuli um hluttöku íslands í sam-
málunum. Ef stjórnarskráin er gild lög, þá liggur i
þessu fult og lögformlegt samþ’ykki á skittingu stl. á
sammálum og sérmálum, þá er yfirskrift — sem og
er innskotið í 1. og 25. gr. stjskr. — og 1. gr. stl.
þar með líka samþykt, því að yfirskriftin og ákvörð-
un réttarstöðu landsins í 1. gr. er ekkert annað en
hugsanrétt ályktun af fyrirmælum 2. og 3. gr. Að því er
tekur til aðgreiningar stöðulaganna §§ 2 og 3 á sér-
málum og sammálum og hluttöku alþingis (eða rétt-
ara sagl: liluttökuleysi) i meðferð sammála (og sér-
mála samkv. 7. gr. stöðulaganna), eru stöðulögin þá
í gildi á íslandi, svo framarlega sem sjálf stjórnar-
skráin er þar gild lög. Stjórnavskráin er því eftir
efni sínu — þótt fyrirsögn hennar bendi ekki til þess —
jafnframt samhandslög milli Dannierkur og íslands,
þar sem einmilt þau ákvæði úr stöðul. eru tekin í
hana, er skipa fyrir um samband landanna.
En svo er spurningin næst, hvort stjórnarskráin
ákveði þá um það, hver fara skuli með sammálin
fyrir Istands hönd. Það gerir stjórnarskráin ekki
berum orðum. Hún talar (i 1. gr.) aðeins neikvœtt
um það, þar sem hún segir, að Island taki engan
þátt í löggjafarvaldinu í hinum almennu málum
rikisins, á meðan það hefir ekki fulltrúa á ríkis-
þinginu. Það, hvernig farið skuli með sammál Dan-
merkur og íslands, er því ekki berum orðum ákveð-
ið í stjórnarskránni. Að því leyti eru sambands-
ákvæði hennar ófullkomin. En hún gefur þó óbeinl
i skyn, livernig meðferð þeirra mála skuli háttað,
því að hún gerir 1. ráð fyrir einhverju löggjafar-
valdi í þessum almennu málum, og 2. hún opnar