Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 192
186
Samband íslands og Danmcrkur
dyr fyrir ísland iil pess að fá hlutlöku i m'eðferð
þessara mála með pví, að það sendi síðar fulltrúa
aj sinni hálfu á ríkisþingið. Það hlýtur því að vera
ríkisþingið (og konuiigur) sem setur lög um sam-
málin, því að þegar stjórnarskráin var sett, þektist
ekkert annað löggjafarvald en alþingi með konungi í
sérmálum íslands, og svo ríkisþing Dana með kon-
ungi í öðrum málum, að því undanteknu, að kon-
ungur gat, þegar brýna nauðsyn bar til, setl bráða-
birgðarlög. Ennfremur lalar stjórnarskráin (i; 2) um
hin almennu málefni ríkisins og liinar almennu þarfir
ríkisins, og byggir því á þeim grundvelli, að ríkið sé
eitt. Og þar sem stjskr. nefnir ríkisþingið, þá getur
hún ekki átt þar með við annað en þing þessa sama
ríkis. Þar með, með rökréttum ályklunum, dregnum
af sjálfum ákvæðum og orðum stjórnarskrárinnar
(§ 2), er það ómótmælanlegt, að stjórnarskráin sjáif
segir líka, hvernig fara skuli um löggjöf í þeim mtd-
um, sem hún spennir að öðru leyli eigi yfir.
Að stjórnarskráin sé þannig réll skilin, er og ofur-
auðvelt að sýna, því að til þess liggja mörg fleiri rök.
Fyrst og fremst má benda á vilja þess aðiljans (ríkis-
þings Dana og konungs), er setti hana og stöðulögin.
Tilgangurinn með þeirri lagasetningu var, eins og
kunnugt er, að eins sá, að veita íslendingum sjálfs-
forræði um nokkur mál, en alls ekki að gera nokkrar
breytingar um löggjöf eða stjórnframkvæmdir þeirra
mála, er framvegis héldu áfram að vera sammál íslands
og Danmerkur, frá því, er um mörg ár (síðan 1849)
hafði tíðkast. Entifremur styður framkoma sjálfra
íslendinga það, að tilætlunin hlaut að vera sú, með
áðurgreindum fyrirmælum stjórnarskrárinnar, að
ríkisþing Dana og stjórnarvöld færi nteð sammálin.