Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 193
síðan siðaskiftin.
187
Þjóðí'und'urinn 1851 slakk einmitt upp á því og gerði
ráð fyrir því, að ísland sendi fulltrúa á ríkisþing
Dana til þess að taka þar þátt í meðferð sammála
landanna, íslands og Danmerkur1). Alþingi liélt þessu
sama fram 18672 *). Eiunig skildi alþingi milli sér-
mála og sammála 1873, þótt það teldi hvorug upp
að öllu leyti, og ætlaði að láta það fara eftir sam-
komulagi milli ríkisþings Dana og alþingis, hver þau
yrði8). Öll þau sljórnarskrárfrumvörp, sem fram
komu á alþingi á árunum 1881—1894 staðfesta og
skilning þann á stjórnarskránni, er hér hefir verið
haldið fram. Stjórnarskrárfrumvörp þau greina milli
sammála og sérmála á alveg sama hátt, sem stjórnar-
skráin 1874, og ennfremur hafa þau klausuna um
það, að ísland leggi ekkert lil almennra þarfa ríkis-
ins, meðan það á eigi fulltrúa á ríkisþinginu. Sá er
einungis munurinn, að stjskr. 1874 lætur sér nægja,
að vísa til stöðul. 1871 um það, hver mál sé sérmál
íslands, en í frumvörpum alþingis á þessu tímabili
eru sérmálin talin upp, án þess að vitnað sé i stöðu-
lögin, en auðvitað eru það sömu málin, sem í stöðul.
eru talin sérmál4 * *).
Annað mál er það, að sérmála-ákvæði stjórnar-
skrárinnar mætti vel nota, þótt meðferð sammálanna
væri ólögákveðin eða ekki ákveðin i stjórnarskránni.
Ef því stjórnarskráin er lögformlega gild á Is-
landi, þá eru stöðulögin það líka, að svo miklu lejdi,
sem þau eru tekin í stjórnarskrána. í stjórnarskrána
1) Sbr. E’jóðfundai'tíðindm, bls. 509, 514—515. 2) Alþ.tíð.
1867, II, 618, sbr. I, 975 o. fl. 3) Alþ.tið. 1873,11,265, sbr. 276.
4) Sjá Alþ.tíð. 1881 I. 369; 1883 0., bls. 391; 1885 C., bls. 398;
1886 C., bls. 47; 1887 C., bls. 292; 1889 C.; bls. 347; 1891 C.,
bls. 128; 1893 C., bls. 245; 1894 C., bls. 77.