Andvari - 01.01.1911, Page 196
190
Ssmband íslands og Danmcrkur
fyrir. Þingið liefir að vísu, bæði þá og íyrri, þegj-
andi samþykt 1. (og 25. gr.) gr. stj.skrárinnar, með
því að láta þær standa óbreyttar (eða taka þær upp
i frumvörp sín), en þar með eru þær ekki samþyktar
af íslendingum á formlega löglegan stjórnskipulegan
hátt, hvorki samkvæmt 61. gr. stjórnarskr. né heldur
samkvæmt kröfum þeirra, er telja sambandi lands-
manna einungis löglega skipað af þar lil kjörnum
þjóðfundi.
I5ingið hefir þá fyrir sitt leyti aðeins með þögn-
inni, en ekki á formlega löglegan stjórnskipulegan
hátt, samþykt 1. gr. (og 2ö. gr., sjá 8. gr. stjskrbr. 3. okt.
1903) stjórnarskrárinnar (og þar ineð stöðulögin að
undanskilinni 5. gr. 3. málslið). Svo er enn á
það að líta, að live miklu leyti stjórnarskrárákvœð-
in, sem hafa í sér fólgin fyrirmœli stöðulaganna,
haja verið samþyld í verki, bæði af þingi, sljórn og
einstökum mönnum.
Að því er til stjórnarinnar tekur, þá hefir hún
naumast nokkurn tíma þokað hársbreidd frá gruud-
velli þeim, sem slöðulögin og stjórnarskráin lagði.
Petta er svo sem auðvitað urn stjórnarlíð Nellemanns
og annara Dana, sem fóru með íslensk sérmál. Og
hinir íslensku ráðherrar, er hér hafa verið síðan 1904
(Hannes Haístein og Björn Jónsson) hafa orðið að
fylgja liinu sama. Þeir liafa auðvitað ekki gelað
tekið til sín framkvæmd þeirra mála, er ísland varða
og sameiginleg eru. Löggjafarvaldið hefði þurft að
draga þau í greipar þeirra. Þar með er ekki sagt,
að sérmálaráðherrar íslands geli ekki með lagi fengið
einhverju ráðið um þau sameiginleg mál, sem eftir
sérstökum atvikum varða ísland miklu. — Einstakir
menn liafa auðvitað mcitt lil að hegða sér cftir því