Spegillinn - 01.12.1954, Side 19
SPEGILLINN
191
færði þakkir þjóðar sinnar fyrir snöfurlega hjálp forsetans,
þegnum hennar til handa, er undir þá flæddi. Varð forseti
í fyrstu fár við, er hans hægri hönd eigi mátti vita um fram-
in verk innar vinstri, áttaði sig þó brátt, kvað þetta mundu
satt vera og hað drottningu halda til góða. í inum sama
pósti barst Freymóði bréf, undirritað af Sjaron Brús, góð-
frægri fatafækkunarlistakonu, er hér hafði þá nýskeð sig
alla snúið og undið að forlagi gúttapela, við mikinn fögnuð
áhorfenda, er kváðu hana valdið hafa straumhvörfum með
þjóðinni í kynferðismálum, og báðu hana seint fara og
fljótt aftur koma og sem fæst klædda. Lá Sjaron vel orð
til Islendinga og kvað þá vera bókmenntaþjóð.
Það skeði tíðinda í Húnavatnsþingi norður, að sigurverk
fannst á heiðum uppi, hafandi þar samflevtt xlviii ár
legið og var þó enn velgangandi, sýndi auk þess sumartíma,
er erlendir svo kalla en vér búmannsklukku. Þótti fundur
þessi jartein mikil og kölluðu jafnvel nokkrir ekki and-
skotalaust vera, en Húnvetningar eru sumir enn fornir í
skapi og halda fast við trú forfeðra sinna, inclusive andskot-
ann og standa þar framar mörgum landsmönnum öðrum.
Jarðeplaeinokun ríkisins með óvenju blóma á árinu,
þurfti nú eigi jarðeplin til landsins að flytja, er gnægð
liafði vaxið innanlands, en liafði afgang ríflegan, hverjum
eð á sæ útvarpað var, sjávarkvikindum öllum til hins mesta
ama og hrellingar.
Drykkjur nokkrar í landinu en þó eigi um of; vóru nú
aftur upp teknar skeinkingar mjaðar og mungáts í opinber-
um gesthúsum, en réttarbótin við Bjarna kennd, hver eð
meira en árlangt við mikið gildi en litlar vinsældir staðið
Iiafði, var fyrir óðal lögð og mæltu margir, að farið hefði fé
betra.
Spurðist úr Indía almenni-
legt verðfall elepliantium, en
þeir höfðu áður notaðir verið
af höfðingjum í þeirra processi-
onibus og þá allir útstafferaðir
og gullgalóneraðir; nú höfðu
höfðingjar þar í landi misst völd
nokkuð svo og mjög hættir að
berast þannig á, almúganum til
uppbyggingar og afþreyingar.
Á búi ríkisins að Hesti í Borgarfirði var það nýmæli
upp tekið að nota hormones til lijálpar við Iembingu sauð-
kinda, en höfðu áður mest notaðir verið við algengum
kvillum og sleni; varð ábati með þeim ágætum, að nú
fæddu ær v lömb í stað eins áður. Þó bar nokkurn skugga
á þessa gleði, er íhaldsær á Raufarhöfn norður fæddi jafn-
mörg lömb með einstaklingsframtaki einu saman og veikti
þetta almennt trú manna á forustu ríkisvaldsins í kynferðis-
málum.
Sundíþrótt mjög iðkuð í landinu og nú að öðru sinni
keppt við norrænar þjóðir á cc stikna færi. Laut í lægra
haldi fyrir Svíum, sökum óviðeigandi útreiknings og liöfðu
þó svovel kýr landsmanna sem erlendir verndarar freistað
að bjarga þjóðinni í keppni þessari, en kom fyrir ekki;
varð öllum hérlendis til ama og angurs, er frá eru taldir
Rósinkrans og Stephan Jóliann, en þeir elskuðu svenska
svo sem sitt eigið líf.
Fordæmir hans heilagleiki páfinn buxnanotkun
kvenna á almennilegu kirkjuþingi og kveður heilaga ritn-
ingu slíkan klæðnað með öllu forbanna, og fleira færði
lians heilagleiki máli sínu til sönnunar.
Kosið til bæjar- og sveitastjórna um heim allan, þar í
bland á íslandi og svo í Kópavogi, varð sú kosning einkum
söguleg, er Þórður hreppstjóri, kallaður höfuðkempa til
vopna sinna, óð iii reisur gegn um fylkingar óvinanna,
blóðugur til axla og bruddi skjaldarrendur.
I Svissaralandi, sem sumir nefna Helvetiu gerðist snær
svo torgætur, að allsherjarskömmtun var á lionum upp-
tekin, til gesta landsins, en sjálf fengu landsins börn engan
skammt, gátu þó með margháttuðu svindliríi nokkurn ábata
af þessu liaft.
Brennuvínssala afnumin með lögum í höfuðstað SÍS á
Akureyri norður, þótti mörgum þyrstum gerast þröngt
fyrir dyrum og var almanna rómur, að höfðingjar þeir
er bann þetta etablerað höfðu, ættu sér formælendur marga.
Leituðu menn í þessum öngum sínum til Siglfirðinga, er
séð höfðu fyrir, hvað verða
vildi og öll hönn aldeilis af-
hrópað; brugðu við drengilega
og leystu þann vanda að brauð-
fæða Akureyringa að drykk.
Var mjólkurskipi einu góðu, er
Drangur nefndist í fússi í
brennuvínsskip upp slegið og
tók nú að auðgazt, en áður
hafði þess ævi órífleg verið.
Á Malakkaskaga, en það er í Asía austur, fannst merki-
legt tríó manna, sem nokkur grunur lék á, að væri frum-
menn, kölluðu höfðingjar jafnskjótt Alexandrum til lijálp-
ar, ef mætti af þeim fregna, hvernig lært liefðu að tala;
sást brátt, að þeir vóru alls dumbir; var þá með lófataki
samþvkkt, að liér væri alls eigi frummenn komnir en aðrir
ennnú eldri.
Guðrækni í foráttuvexti í landinu og fjárbeiðnir stórar
til kirkna og klaustra, er reisa skyldi, en áður voru happ-
drætti komin á hvern dag ársins, svo að Ieita varð til
manna á annan og betri hátt, liöfðu margir af stórt angur,
er þeir áttu um að velja aura sína eða sáluhjálp af liendi
að láta, og þótti hvortveggja kosturinn illur að vonum.
Gerðist og Skálholtsfélag umsvifamikið og réð í þjónustu
sína grafara marga, er þar sátu sumarlangt á staðnum og
vöktu upp drauga fleiri í senn en áður hafði sézt á Iandi
liér, og linntu eigi fyrr en gjörvallur kirkjugarður staðarins
var risinn. Komu þar upp margir biskupar nafnkenndir,
þeirra ágætastur Páll Jónsson Loptsonar, er í einni stein-
þró hafði urðaður verið; var mikil von manna, að þarna
myndi finnast gnótt gulls og gersema, er blessaður Páll