Spegillinn - 01.12.1954, Page 36

Spegillinn - 01.12.1954, Page 36
ZDB SPEGILLINN — 0, sosum ekkert nema gott, ef þeir geta látið hár- spírítusinn minn í friði, og .ekki bar á, að Brynleifur væri honum neitt andvígur, þegar hann var hér seinast á ferð- inni; liann einmitt bað um meira, þegar ég ætlaði að liætta að pusa á hann. En finnst þér ekki skrítið, að þeir skuli opna allar þessar sprúttkrár um leið? — Nei, það finnst mér fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt, enda er sagt, að nýja nefndin hafi beinlínis heimtað, að þær væru opnaðar; sögðu sem var, að einhvern skrattann yrðu þeir að liafa til að berjast við úr því þeim væri skipað út í bardagann. Og eins heimtuðu þeir að fá skrifstofu í Veltusundi og hvergi anparsstaðar, til þess að geta haft auga með þeim, sem rúlla. •— Og svo er Brynleifur skyldur til að koma einu sinni á ári í hvern landsfjórðung, eða hvað? — Já, það er skýrt tekið fram, nú, en það er nú verst fyrir fjórðunga greyin, því það er yfirleitt mesta furða, hvað ferðalög koma létt niður á þeim, sem þurfa ekki að borga undir sig sjálfir. — Já, ykkur þótti það víst blaðamönnunum um daginn, þegar stríðið var að bjóða ykkur að skoða Völlinn. — Nokkuð svo. Læt ég það allt vera. Vel hefðu nú ræðurnar mátt vera styttri og sjússarnir lengri. — Var eitthvað stutt í þeim? Já, það kom að minnsta kosti þannig út, vegna þess hvað ræðurnar voru langar. Og eins hefðu þeir getað sparað ísinn meira en þeir gerðu, þar sem við vorum allir skjálf- andi af kulda. — Fenguð þið ekki að sjá kjarnorkusprengjumar hjá þeim? — Nei, auðvitað ekki, því að þarna var að minnsta kosti einn kommi í ferðinni, sem hefði getað kjaftað frá, svo að þeir létu sér nægja að sýna okkur byssurnar sínar. Og það voru nú ekki slorleg verkfæri, liefði maður ætlað á rjúpnaskyttirí. — Voru þær margar? — Biddu fyrir þér, maður. Allt frá ofurlítilli filmstjörnu- skammbyssu upp í kanónur. Svo kom einn maður með hverja byssu og þær fóru alltaf stækkandi, — og mennirnir með. — Ja, hvert í veinandi maður. Því segi ég það, okkur er svei mér ekki ónýtt að liafa lierílandi, ef þeir fara að ráðast á okkur að austan. — Þetta ætti Sameinaða Vinstri að heyra til þín, sagði ég. — Fimmtán krónur, takk, svaraði rakarinn minn og var óvenju fljótmæltur. EITURLYFJANOTKUN grípur nú mjög' um sig í Svíþjóð hjá æskulýðnum og einkum þó hjá jazzleikurum. Þykir þetta slæmt hvað æskulýðinn snertir, svo að yfir- völdin eru að gera rá5stafanir til að veita öllum eiturlyf junum í jazz- arana, því að öllum er ósárt um þó að þeir týni eitthvað tölunni.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.